Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 956/2023

Nr. 956/2023 4. september 2023

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Hafnarfjarðarkaupstað.

Breyting á deiliskipulagi Áslands, 4. áfanga.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi sínum 16. ágúst 2023 breytingu á deiliskipulagi Áslands, 4. áfanga. Helstu breytingar tillögunnar eru: Bygg­ingar­reitur leikskólans er stækkaður og bílastæði færð til. Göngubrú yfir Ásvallabraut færð til suðvesturs við hringtorgið, byggingarreitir raðhúsa við Axlarás stækka og þeim fjölgar sem og að hluti þeirra verður á tveimur hæðum. Lóð við Skógarás 2 stækkar. Einbýli við Virkisás 20 verður einnar hæðar. Einbýli við Hryggjarás 17 og 19 verða einnar hæðar. Á lóðum nr. 17-33 ofan götu við Virkisás og Hryggjarás 21 er val um að byggja einnar eða tveggja hæða einbýlishús. Felldur er niður göngu­stígur í grænum geira milli Axlaráss og Ásvallabrautar.
Uppdrættir ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

 

Hafnarfirði, 4. september 2023.

F.h. skipulagsfulltrúa,

Anna Margrét Tómasdóttir verkefnastjóri.


B deild - Útgáfud.: 18. september 2023