Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1736/2021

Nr. 1736/2021 28. desember 2021

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Akureyrarbæ.

Breyting á deiliskipulagi fyrir Kjarnaskóg – gróðrarstöð.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 24. nóvember 2021 breytingu á deiliskipulagi fyrir Kjarna­skóg – gróðrarstöð.
Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit D um 610 m² og lítilsháttar minnkun á aðliggj­andi athafnasvæði vestan við núverandi byggingarreit. Þá eykst hámarksbyggingarmagn innan reits­ins um 400 m² og hámarkshæð bygginga breytist úr 6 m í 7 m. Staðsetning innan byggingarreits er frjáls.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulags­laga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

 

F.h. Akureyrarbæjar, 28. desember 2021,

 

María Markúsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.


B deild - Útgáfud.: 12. janúar 2022