Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 430/2019

Nr. 430/2019 3. maí 2019

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 525/2013 um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins „reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar“ í 1. málsl. komi: gerðir Evrópu­sambands­ins.
  2. Við bætast tveir nýir töluliður, svohljóðandi:
    1. Ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1814 frá 6. október 2015 um að koma á fót og starfrækja markaðsstöðugleikavarasjóð fyrir kerfi Sambandsins fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda og um breytingu á tilskipun 2003/87/EB sem vísað er til í tölulið 21ali, XX. viðauka eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2018 frá 6. júlí 2018. Ákvörðunin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 49, frá 26. júlí 2018, 2030/EES/49/29, bls. 394–398.
    2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1902 frá 18. október 2017 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010 til að aðlaga uppboð á losunarheimildum að ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1814 og til að skrá uppboðsvettvang sem Bretland tilnefnir, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 259/2018 frá 5. desember 2018 með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun I við samn­inginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 85, frá 20. desember 2018, bls. 138–146.

2. gr.

Í stað orðanna „Ríkiskaup hafa verið tilnefnd“ í 3. gr. reglugerðarinnar komi: Fjármála- og efnahags­ráðuneytið hefur verið tilnefnt.

3. gr.

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á gerðum Evrópusambandsins:

  1. Ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1814 frá 6. október 2015 um að koma á fót og starfrækja markaðsstöðugleikavarasjóð fyrir kerfi Sambandsins fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda og um breytingu á tilskipun 2003/87/EB sem vísað er til í tölulið 21ali, XX. viðauka eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2018 frá 6. júlí 2018.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1902 frá 18. október 2017 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010 til að aðlaga uppboð á los­unar­heimildum að ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1814 og til að skrá uppboðs­vettvang sem Bretland tilnefnir, sem vísað er til í tölulið 21 ala, III. kafla XX. viðauka samningsins eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 259/2018, frá 5. desember 2018.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 28. gr. laga um loftslagsmál, nr. 70/2012, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 3. maí 2019.

F. h. r.

Sigurður H. Helgason.

Kjartan Dige Baldursson.


B deild - Útgáfud.: 10. maí 2019