Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1026/2021

Nr. 1026/2021 31. ágúst 2021

SKIPULAGSSKRÁ
fyrir Minningarsjóð Huldu Bjarkar.

1. gr.

Heiti.

Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Huldu Bjarkar og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 með síðari breytingum. Sjóðurinn stundar ekki atvinnurekstur.

 

2. gr.

Heimilisfang.

Heimilisfang sjóðsins er í Reykjavík.

 

3. gr.

Markmið.

Markmið sjóðsins er að stuðla að heilsueflingu og útivist barna með því annars vegar að styðja við verkefni sem gefa börnum færi á að njóta útivistar og læra af náttúrunni og hins vegar með að styrkja einstök börn til þátttöku í slíkum verkefnum.

 

4. gr.

Ráðstöfun.

Stofnfé minningarsjóðsins skal fjárfesta í ríkisskuldabréfum og öðrum verðbréfum eða sjóðum og verður vöxtum og arði af fjárfestingum varið til að veita framlög árlega til viðeigandi verkefna.

Berist sjóðnum gjafafé skal það leggjast við stofnfé sjóðsins nema annað sé tekið fram af hálfu gefanda.

Ráðstafa skal fjármunum sjóðsins þannig að styrkir séu greiddir út til verkefna sem stjórn sjóðsins velur hverju sinni og skal stjórn sjóðsins setja reglur um úthlutun styrkja. Úthlutun úr sjóðnum getur farið fram tvisvar á ári samkvæmt ákvörðun stjórnar og fer það eftir fjölda styrk­beiðna á ári hverju.

 

5. gr.

Stofnandi.

Stofnandi minningarsjóðsins er Jared Evan Bibler, kt. 070374-4989, sem stofnar sjóðinn til minn­ingar um eiginkonu sína Huldu Björk Þóroddsdóttur, fædd 2. október 1980, og er allt stofnfé sjóðs­ins greitt af honum.

 

6. gr.

Stofnfé.

Stofnfé sjóðsins er að verðmæti um kr. 2.500.000 sem er skuldabréf RIKS 33 0321 að nafnverði kr. 1.932.708. Stofnfé er óskerðanlegt.

Sjóðurinn ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með öllum eignum sínum og öðrum þeim verð­mætum sem hann kann að eignast síðar. Stofnandi hefur engin sérréttindi í sjóðnum.

 

7. gr.

Stjórn.

Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum til 5 ára í senn. Stofnandi tilnefnir fyrstu stjórn, en eftirleiðis mun fráfarandi stjórn við lok kjörtímabils kjósa nýja stjórn.

Ef stjórnarmaður segir sig úr stjórn, fellur frá eða getur af öðrum sökum ekki annast stjórnar­störf tilnefna þeir stjórnarmenn sem eftir eru stjórnarmann í hans stað.

Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Stjórnin stýrir öllum málefnum sjóðsins og kemur fram út á við fyrir hönd sjóðsins. Stjórn sjóðsins skal sjá til þess að skipulag og starfsemi hans sé jafnan í réttu og góðu horfi. Undirskriftir meirihluta stjórnar skuldbinda sjóðinn. Stjórn sjóðsins getur veitt umboð fyrir sjóðinn.

Ekki er um aðrar stjórnareiningar að ræða hjá minningarsjóðnum.

Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar sækir fund. Mikilvægar ákvarðanir má þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi fjallað um málið, sé þess nokkur kostur. Halda skal fundar­gerðabók um það sem gerist á stjórnarfundum og undirrita fundargerðir í lok hvers fundar.

 

8. gr.

Fundarboðun.

Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda. Hver stjórnarmaður getur krafist þess að stjórnar­fundur sé haldinn. Stjórninni er heimilt að setja sér starfsreglur þar sem nánar er kveðið á um fram­kvæmd starfa hennar.

 

9. gr.

Endurskoðun.

Stjórn sjóðsins skal velja einn eða fleiri löggilta endurskoðendur/skoðunarmenn til að endur­skoða reikninga sjóðsins fyrir hvert starfsár. Endurskoðanda eða skoðunarmann má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna sjóðsins.

 

10. gr.

Reikningsárið.

Reikningsárið er almanaksárið og er fyrsta reikningstímabilið frá stofnun sjóðsins og til næstu áramóta.

 

11. gr.

Breyting skipulagsskrár, slit og sameining.

Til þess að breyta skipulagsskrá þessari, sameina sjóðinn öðrum sjóði eða sjálfseignarstofnun eða leggja hann niður, þarf samþykki allra stjórnarmanna sjóðsins. Slíkt skal svo borið skriflega undir embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Komi til niðurlagningar sjóðsins skal hreinni eign hans varið til markmiðanna sem greint er frá í 3. gr. eða skyldra markmiða.

 

12. gr.

Staðfesting sýslumanns.

Leita skal staðfestingar sýslumannsins á Norðurlandi vestra á skipulagsskrá þessari.

 

Skipulagsskrá þessi er hér með staðfest samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa sam­kvæmt staðfesti skipulagsskrá nr. 19/1988.

 

F.h. sýslumannsins á Norðurlandi vestra, 31. ágúst 2021,

 

Björn Hrafnkelsson.

Auður Steingrímsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 14. september 2021