Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 483/2021

Nr. 483/2021 26. apríl 2021

AUGLÝSING
um deiliskipulagsbreytingu í Sveitarfélaginu Skagafirði.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar sam­þykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

 

Freyjugata 25, Sauðárkróki, óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi.
Breytingin felst í að sá hluti húss sem var íþróttasalur verður rifinn og byggður upp að nýju með hærra þaki sem mun hafa sömu mænishæð og „gamla“ skólahúsið. Einnig er gert ráð fyrir að í þeim byggingarhluta verði heimilt að gera 6 íbúðir í stað 4 íbúða. Gert er ráð fyrir nýju stigahúsi austan við endurbyggingu/nýbyggingu, sem stendur utan byggingarreits, og er byggingarreitur stækkaður til samræmis við stærð stigahúss. Loks er um að ræða nýja aðkomu inn að nýjum/endurbyggðum bygg­ingarhluta frá Ránarstíg. Núverandi gildandi deiliskipulag öðlaðist gildi með auglýsingu í Stjórnar­tíðindum nr. 598/2020, 18. júní 2020.
Samþykkt í sveitarstjórn 17. mars 2021.

 

Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

 

Sauðárkróki, 26. apríl 2021.

 

Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 3. maí 2021