Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 239/2019

Nr. 239/2019 22. febrúar 2019

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Deiliskipulag fyrir Lambhaga í Ölfusi.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti 29. nóvember 2018 deiliskipulag samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið er fyrir hluta af jörðinni Lambhaga í Ölfusi fyrir alifuglabú sem hefur verið rekið þar í nokkur ár. Fyrirhuguð er endurnýjun á húsakosti búsins. Markmið með deiliskipulaginu er að skilgreina byggingarreiti og heimila uppbyggingu á alifuglabúi auk annarra bygginga.
Innan byggingarreits B1 er gamalt íbúðarhús sem heimilt er að stækka í allt að 250 m² og mænishæð allt að 6 m. Byggingarreitur er í 100 m fjarlægð frá Hvammsvegi nr. 374.
Innan byggingarreits B2 er heimilt að byggja íbúðarhús með bílgeymslu, allt að 300 m² með hámarksmænishæð 6 m. Minnsta fjarlægð frá eldishúsi að íbúðarhúsi á næstu jörð er um 242 m.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst, kynnt og hlotið þá málsmeðferð sem skipulagslög mæla fyrir um. Engar athugasemdir komu á auglýsingartímanum. Uppbygging á alifuglabúinu er í samræmi við lög og reglugerðir um alifuglabú með allt að 39.000 fugla og það starfar eftir starfsleyfi.
Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

Þorlákshöfn, 22. febrúar 2019.

F.h. Sveitarfélagsins Ölfuss,

Sigurður Jónsson.


B deild - Útgáfud.: 8. mars 2019