Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 96/2019

Nr. 96/2019 1. júlí 2019

LÖG
um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, með síðari breytingum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    L-liður 3. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:

  1. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skipulagsstofnun skal búa yfir eða hafa aðgang að sérfræðiþekkingu, eins og nauðsyn krefur, til að fara yfir gögn um mat á umhverfis­áhrifum.
  2. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sveitarstjórn skal í samþykkt sveitar­félagsins, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fela skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórnsýslu sveitarfélagsins töku fullnaðarákvörðunar um matsskyldu fram­kvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili.

3. gr.

    Á eftir II. kafla laganna kemur nýr kafli, II. kafli A, Inntak mats á umhverfisáhrifum, með tveimur nýjum greinum, 4. gr. a og 4. gr. b, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:

    a. (4. gr. a.)

Ferli við mat á umhverfisáhrifum.

    Mat á umhverfisáhrifum er ferli sem samanstendur af eftirtöldum þáttum:

  1. gerð og afgreiðslu matsáætlunar,
  2. gerð frummatsskýrslu framkvæmdaraðila,
  3. kynningu og samráði um frummatsskýrslu við umsagnaraðila og almenning og eftir því sem við á yfir landamæri,
  4. gerð matsskýrslu framkvæmdaraðila,
  5. athugun Skipulagsstofnunar á matsskýrslu framkvæmdaraðila og álit stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar og
  6. að álit stofnunarinnar sé lagt til grundvallar við afgreiðslu umsóknar um leyfi til fram­kvæmda.

    b. (4. gr. b.)

Efni mats á umhverfisáhrifum.

    Í mati á umhverfisáhrifum skal greina, lýsa og meta, með tilliti til framkvæmdar, bein og óbein umtalsverð áhrif á eftirfarandi umhverfisþætti:

  1. íbúa og heilbrigði manna,
  2. líffræðilega fjölbreytni með sérstakri áherslu á tegundir og búsvæði sem njóta verndar,
  3. land, landslag, víðerni, jarðmyndanir, jarðveg, vatn, loft og loftslag,
  4. efnisleg verðmæti, menningarminjar,
  5. næmi framkvæmdarinnar fyrir hættu á stórslysum og náttúruhamförum,
  6. samspil þeirra þátta sem taldir eru upp í a–e-lið.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:

  1. Á eftir 3. málsl. 2. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Í tilkynningu skal fram­kvæmdar­aðili leggja fram upplýsingar um framkvæmdina og líkleg umtalsverð áhrif hennar á umhverfið. Hann skal, þar sem við á, taka tillit til fyrirliggjandi niðurstaðna um umhverfis­áhrif framkvæmdarinnar og leggja fram, þar sem við á, upplýsingar um fyrir­hugaðar mótvægisaðgerðir.
  2. Í stað 2. málsl. 3. mgr. koma fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi: Við ákvörðun um mats­skyldu skal Skipulagsstofnun fara eftir viðmiðum í 2. viðauka og rökstyðja niðurstöðu sína með hliðsjón af þeim. Skipulagsstofnun skal byggja ákvörðun sína á þeim upplýsingum sem framkvæmdaraðili hefur lagt fram, sbr. 2. mgr., og, ef við á, öðrum gögnum um umhverfis­áhrif framkvæmdarinnar. Ef Skipulagsstofnun ákveður að framkvæmd sé ekki mats­skyld er henni heimilt að setja fram ábendingar um tilhögun framkvæmdarinnar. Þær skulu byggjast á upplýsingum framkvæmdaraðila um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir og fram­komnum umsögnum.
  3. Á eftir orðunum „niðurstöðu sinni“ í 4. málsl. 3. mgr. kemur: hafa hana aðgengilega á vef stofnunarinnar.
  4. 2. málsl. 4. mgr. orðast svo: Við ákvörðun um matsskyldu skal sveitarstjórn fara eftir viðmiðum í 2. viðauka, og rökstyðja niðurstöðu sína með hliðsjón af þeim, og leiðbeiningum Skipulagsstofnunar skv. 20. gr.
  5. Í stað 5. málsl. 4. mgr. koma fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sveitarstjórn skal byggja ákvörðun sína á þeim upplýsingum sem framkvæmdaraðili hefur lagt fram, sbr. 2. mgr., og, ef við á, öðrum gögnum um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Ef sveitarstjórn ákveður að framkvæmd sé ekki matsskyld er henni heimilt að setja fram ábendingar um tilhögun framkvæmdarinnar. Þær skulu byggjast á upplýsingum framkvæmdaraðila um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir og framkomnum umsögnum. Skal sveitarstjórn gera hlutaðeigandi og Skipulagsstofnun grein fyrir niðurstöðu sinni, hafa hana aðgengilega á vef sveitarfélagsins og kynna hana almenningi.
  6. Við 2. málsl. 5. mgr. bætist: og rökstyðja niðurstöðu sína með hliðsjón af þeim.
  7. Í stað 4. málsl. 5. mgr. koma fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi: Skipulagsstofnun skal byggja ákvörðun sína á þeim upplýsingum sem framkvæmdaraðili hefur lagt fram, sbr. 2. mgr., og, ef við á, öðrum gögnum um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Ef Skipulags­stofnun ákveður að framkvæmd sé ekki matsskyld er henni heimilt að setja fram ábend­ingar um tilhögun framkvæmdarinnar. Þær skulu byggjast á upplýsingum fram­kvæmdar­aðila um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir og framkomnum umsögnum. Skal Skipulags­stofnun gera hlutaðeigandi grein fyrir niðurstöðu sinni, hafa hana aðgengilega á vef stofnunar­innar og kynna hana almenningi.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:

  1. 2.–4. málsl. 1. mgr. orðast svo: Í tillögu framkvæmdaraðila skal lýsa framkvæmdinni, eðli hennar og umfangi, framkvæmdasvæði og öðrum raunhæfum valkostum sem til greina koma og upplýsa um þær skipulagsáætlanir sem í gildi eru á framkvæmdasvæði og hvernig framkvæmd samræmist þeim. Þar skal einnig vera áætlun um á hvaða þætti framkvæmdar og umhverfis verði lögð áhersla, hvaða gögnum verði byggt á og hvaða aðferðum beitt við umhverfismatið og áætlun um kynningu og samráð. Framkvæmdaraðili skal auglýsa og kynna rafrænt tillögu að matsáætlun fyrir umsagnaraðilum og almenningi áður en hann leggur tillögu sína fram til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr.
  2. 2. mgr. orðast svo:
        Skipulagsstofnun getur fallist á tillögu að matsáætlun með skilyrðum og verða þau hluti af matsáætlun. Fallist Skipulagsstofnun ekki á tillögu að matsáætlun skal stofnunin rök­styðja ákvörðun sína, gera grein fyrir því sem hún telur ábótavant og leiðbeina fram­kvæmdar­aðila um frekari vinnslu tillögu að matsáætlun. Skipulagsstofnun skal taka ákvörðun um tillögu framkvæmdaraðila innan fjögurra vikna frá því að fullnægjandi tillaga berst, að fenginni umsögn leyfisveitenda og eftir atvikum annarra aðila. Skal ákvörðunin taka mið af eðli og umfangi framkvæmdar, staðsetningu og líklegum umhverfisáhrifum hennar. Ef skylt er að meta umhverfisáhrif framkvæmdar á grundvelli annarra laga er stofnun­inni heimilt að ákveða, að höfðu samráði við viðkomandi leyfisveitendur, að sameina megi það mat umhverfismati samkvæmt lögum þessum, sbr. 17. gr.
  3. Við 3. mgr. bætist: og höfð aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:

  1. Við 1. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Í skýrslunni skulu vera þær upp­lýs­ingar sem sanngjarnt má teljast að krafist sé svo að unnt sé að taka afstöðu til umtals­verðra umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar að teknu tilliti til fyrirliggjandi þekkingar og mats­aðferða. Framkvæmdaraðili skal taka tillit til fyrirliggjandi niðurstaðna um umhverfis­áhrif framkvæmdarinnar, þar sem við á.
  2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
        Framkvæmdaraðili skal tryggja að frummatsskýrslan sé útbúin af til þess hæfum sér­fræð­ingum.
  3. Við 1. málsl. 2. mgr. bætist: sbr. 4. gr. b.
  4. Í stað 4. og 5. málsl. 2. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Ávallt skal gera grein fyrir raunhæfum valkostum sem framkvæmdaraðili hefur kannað og bera þá saman með tilliti til umhverfisáhrifa. Tilgreina skal ástæður fyrir aðalvalkosti með tilliti til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. Loks skal gera stutta samantekt um skýrsluna og niðurstöðu hennar á skýru og auðskiljanlegu máli.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:

  1. Á eftir orðunum „gert með“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: tilkynningu á vef stofnunarinnar og.
  2. Í stað orðanna „hjá Skipulagsstofnun í sex vikur“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: vera aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar í sex vikur frá birtingu auglýsingar, sbr. þó 21. gr.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:

  1. Við 2. málsl. 1. mgr. bætist: ásamt tengdum leyfisveitingum ef við á.
  2. Á eftir orðinu „stofnunin“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: birta á vef sínum og.

9. gr.

    Í stað 2. mgr. 13. gr. laganna koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Við ákvörðun um útgáfu leyfis til framkvæmdar samkvæmt flokki A skal leyfisveitandi kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og leggja álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hennar til grundvallar.

    Leyfisveitandi skal taka saman greinargerð um afgreiðslu leyfis þar sem gerð er grein fyrir samræmi milli leyfis og niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum og rök­styðja sérstaklega ef í leyfinu er vikið frá niðurstöðu álitsins. Leyfisveitandi skal í greinargerðinni einnig taka afstöðu til tengdra leyfisveitinga þegar tilefni er til ef um það er fjallað í áliti Skipu­lags­stofnunar.

    Leyfisveitandi skal birta opinberlega með auglýsingu ákvörðun sína um útgáfu leyfis innan tveggja vikna frá afgreiðslu þess. Í auglýsingunni skal tilgreina hvar greinargerð um afgreiðslu leyfis er aðgengileg og tilgreina um kæruheimild og kærufrest þegar það á við.

10. gr.

    Í stað orðsins „matsskýrslu“ í 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: umhverfismats.

11. gr.

    Í stað 1. mgr. 17. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Þegar framkvæmd sem fellur undir málsmeðferð skv. 6. gr. eða IV. kafla kallar jafnframt á skipulagsgerð á grundvelli skipulagslaga er heimilt að sameina skýrslugerð um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar samkvæmt lögum þessum og skýrslugerð um umhverfismat skipulags­tillög­unnar samkvæmt skipulagslögum. Sama gildir um kynningu fyrir almenningi og umsagnar­aðilum samkvæmt lögum þessum og skipulagslögum. Ráðherra mælir nánar fyrir um tilhögun slíkrar sameiningar í reglugerð, þar á meðal um ábyrgð og forræði framkvæmdaraðila, Skipulags­stofn­­unar og sveitarfélags, málsmeðferð og greiðslu kostnaðar.

    Ef skylt er að meta umhverfisáhrif samkvæmt öðrum lögum vegna leyfisveitinga til einstakra framkvæmda, sem jafnframt eru háðar umhverfismati skv. IV. kafla eða ákvörðun um matsskyldu skv. 6. gr., er heimilt við ákvörðun um matsáætlun skv. 8. gr. eða móttöku tilkynningar skv. 6. gr. að taka ákvörðun um að sameina megi það mat umhverfismati samkvæmt lögum þessum. Hafa skal samráð við viðkomandi leyfisveitendur um slíka ákvörðun. Ráðherra mælir nánar fyrir um til­högun slíkrar sameiningar í reglugerð.

12. gr.

    Í stað orðsins „og“ í 18. gr. laganna kemur: og að framfylgt sé ákvæðum leyfisins um mótvægis­aðgerðir og vöktun framkvæmda. Skal eftirlitið og hversu lengi það varir vera í hlutfalli við eðli, staðsetningu og stærð framkvæmdarinnar og áhrif hennar á umhverfið. Að öðru leyti.

13. gr.

    Á eftir 18. gr. laganna kemur ný grein, 18. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Stjórnvaldssektir.

    Skipulagsstofnun getur lagt stjórnvaldssektir á framkvæmdaraðila sem hefur hafið framkvæmd sem fellur í flokk A skv. 1. viðauka án þess að meta umhverfisáhrif, sbr. IV. kafla. Skipulagsstofnun getur lagt stjórnvaldssektir á framkvæmdaraðila sem hefur hafið framkvæmd sem fellur í flokk B og flokk C skv. 1. viðauka án þess að tilkynna hana til ákvörðunar um matsskyldu, sbr. 6. gr. Skipulagsstofnun getur einnig lagt stjórnvaldssektir á framkvæmdaraðila ef hann veitir stofnuninni rangar upplýsingar um framkvæmd eða umhverfisáhrif hennar, sbr. ákvæði 6. gr., 1. mgr. 8. gr., 2. mgr. 9. gr. og 10. gr. Stjórnvaldssektum skal beitt óháð því hvort brot eru framin af ásetningi eða gáleysi.

    Ef framkvæmdaraðili hefur hafið framkvæmd sem fellur í flokk C skv. 1. viðauka, þar sem sveitarstjórn tekur ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar, án þess að tilkynna framkvæmdina til ákvörðunar um matsskyldu eða veitir sveitarstjórn rangar upplýsingar um framkvæmd ber sveitar­stjórn að vísa málinu til Skipulagsstofnunar sem leggur stjórnvaldssekt á framkvæmdaraðila ef tilefni er til.

    Við ákvörðun sektar skal hafa hliðsjón af alvarleika brotsins og hvort um ítrekað brot er að ræða. Jafnframt skal líta til þess hvort ætla megi að brotið hafi verið framið í þágu hagsmuna fram­kvæmdar­aðila. Loks ber að líta til fjárhagslegs styrks framkvæmdaraðila.

    Stjórnvaldssektir geta numið frá 100.000 kr. til 25.000.000 kr.

    Gjalddagi stjórnvaldssektar er 30 dögum eftir að ákvörðun um sektina er tekin. Hafi stjórn­valds­sekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektar­innar frá gjalddaga. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verð­trygg­ingu. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um stjórnvaldssekt er aðfararhæf og skulu stjórn­valds­sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við álagningu og innheimtu.

    Aðili máls getur skotið ákvörðun um stjórnvaldssekt til dómstóla. Málshöfðunarfrestur er þrír mánuðir frá því að ákvörðun er tekin. Málskot frestar aðför.

    Heimild Skipulagsstofnunar til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að brot átti sér stað. Frestur rofnar þegar Skipulagsstofnun tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.

14. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:

  1. Við 1. málsl. 2. mgr. bætist: og tilgreina frest til að koma að athugasemdum við fram­kvæmdina.
  2. Á eftir 2. málsl. 3. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Viðræðurnar geta einnig átt sér stað fyrir milligöngu sameiginlegrar stofnunar.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:

  1. I-liður 1. mgr. orðast svo: samræmt eða sameiginlegt ferli og gögn við mat á umhverfis­áhrifum og skipulagsgerð.
  2. Á eftir i-lið 1. mgr. koma þrír nýir stafliðir, j–l-liður, svohljóðandi, og breytist röð annarra liða samkvæmt því:
    1. samræmt eða sameiginlegt ferli og gögn vegna vinnu við mat á umhverfisáhrifum og starfsleyfis,
    2. gögn sem lögð skulu fram með tilkynningu um framkvæmd og þá málsmeðferð sem viðhöfð skal við ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar,
    3. málsmeðferð við endurskoðun umhverfismats.

16. gr.

    21. gr. laganna orðast svo:

    Þrátt fyrir tímafresti sem kveðið er á um í 3.–5. mgr. 6. gr., 2. mgr. 8. gr., 1. mgr. 10. gr. og 1. mgr. 11. gr. getur Skipulagsstofnun og sveitarstjórn, þar sem við á, í undantekningartilvikum og í samráði við framkvæmdaraðila, vikið frá þeim frestum sem þar er kveðið á um. Á það við í viðamiklum málum, svo sem vegna eðlis, staðsetningar eða stærðar framkvæmdar. Skal þá fram­kvæmdar­aðila tilkynnt skriflega um ástæðu framlengingar og fyrirhugaða tímasetningu ákvörð­unar.

    Skipulagsstofnun er heimilt, í samráði við framkvæmdaraðila, að lengja kynningartíma frum­mats­skýrslu skv. 4. mgr. 10. gr. í viðamiklum málum.

17. gr.

    Á eftir 21. gr. laganna kemur ný grein, 21. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Takmarkanir á upplýsingagjöf.

    Með fyrirvara um ákvæði laga um upplýsingarétt um umhverfismál skulu ákvæði laga þessara ekki hafa áhrif á skyldur til að virða takmarkanir sem lög og stjórnsýslufyrirmæli svo og viðteknar lagavenjur setja um iðnaðar- og viðskiptaleynd, þ.m.t. hugverkarétt, eða til að tryggja almanna­heill.

18. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Framkvæmdir sem falla í flokk B og flokk C í 1. viðauka skulu hlíta málsmeðferð samkvæmt eldri lögum ef þær hafa verið tilkynntar til ákvörðunar um matsskyldu fyrir gildistöku laga þessara.

    Framkvæmdir sem falla í flokk A í 1. viðauka og framkvæmdir sem ákvarðaðar hafa verið mats­skyldar fyrir gildistöku laga þessara skulu hlíta málsmeðferð samkvæmt eldri lögum ef tillaga að matsáætlun hefur borist Skipulagsstofnun fyrir gildistöku laga þessara.

19. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. viðauka laganna:

  1. Í stað orðanna „og umfangs framkvæmdar“ í i. lið 1. tölul. kemur: hönnunar og umfangs framkvæmdarinnar í heild.
  2. Í stað orðsins „sammögnunaráhrifa“ í ii. lið 1. tölul. kemur: samlegðar.
  3. Við iii. lið 1. tölul bætist: einkum lands, jarðvegs og vatns, og líffræðilegrar fjölbreytni.
  4. VI. liður 1. tölul. orðast svo: hættu á stórslysum og/eða náttúruhamförum sem varða framkvæmdina, þ.m.t. af völdum loftslagsbreytinga, samkvæmt vísindalegri þekkingu.
  5. Við 1. tölul. bætist nýr liður sem orðast svo: hættu fyrir heilbrigði manna, t.d. vegna vatns- eða loftmengunar.
  6. Í stað orðanna „gæða og getu til endurnýjunar náttúruauðlinda“ í ii. lið 2. tölul. kemur: aðgengi­leika og gæða náttúruauðlinda, þ.m.t. jarðvegs, lands, vatns og líffræðilegrar fjöl­breytni, á svæðinu ofan og neðan jarðar, og getu þeirra til endurnýjunar.
  7. Við a-lið iv. liðar 2. tölul. bætist: ár- og vatnsbakka og ármynna.
  8. Á undan orðinu „strandsvæða“ í b-lið iv. liðar 2. tölul. kemur: haf- og.
  9. Í stað orðsins „Eiginleikar“ í 1. málsl. 3. tölul. kemur: Gerð og eiginleikar.
  10. Í stað orðanna „þ.e. þess svæðis og fjölda fólks sem ætla má að verði fyrir áhrifum“ í i. lið 3. tölul. kemur: t.d. með tilliti til stærðar svæðis eða fjölda fólks sem verður líklega fyrir áhrifum.
  11. Í stað orðsins „stærðar“ í ii. lið 3. tölul. kemur: eðlis, styrks.
  12. IV. liður 3. tölul. orðast svo: væntanlegs upphafs, tímalengdar, tíðni og afturkræfi áhrifa.
  13. V. liður 3. tölul. orðast svo: samlegðaráhrifa með áhrifum annarra framkvæmda.
  14. Við 3. tölul. bætist nýr liður sem orðast svo: möguleika á að draga úr áhrifum.

20. gr.

Innleiðing.

    Lög þessi eru sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/52/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2011/92/ESB um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið, sem vísað er til í lið 1a I. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 117/2015 frá 30. apríl 2015.

21. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. september 2019.

22. gr.

Breyting á öðrum lögum.

    Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:

  1. Lög um umhverfismat áætlana, nr. 105/2006, með síðari breytingum: Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
        Þegar framkvæmd sem fellur undir málsmeðferð skv. 6. gr. eða IV. kafla laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, kallar jafnframt á skipulagsgerð á grundvelli skipulagslaga er heimilt að sameina skýrslugerð um umhverfismat skipulagstillögunnar samkvæmt lögum þessum og skýrslugerð um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Sama gildir um kynningu fyrir almenningi og umsagnaraðilum samkvæmt lögum þessum og lögum um mat á umhverfisáhrifum.
  2. Skipulagslög, nr. 123/2010, með síðari breytingum:
    1. Eftirfarandi breytingar verða á 5. mgr. 12. gr. laganna:
      1. Í stað orðanna „ef við á“ í 1. málsl. kemur: sbr. lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana.
      2. Við bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þegar framkvæmd sem fellur undir málsmeðferð skv. 6. gr. eða IV. kafla laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, kallar jafnframt á skipulagsgerð á grundvelli þessara laga er heimilt að sameina skýrslugerð um umhverfismat skipulagstillögunnar sam­kvæmt lögum þessum og skýrslugerð um umhverfisáhrif fram­kvæmdar­innar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Sama gildir um kynningu fyrir almenningi og umsagnaraðilum samkvæmt lögum þessum og lögum um mat á umhverfisáhrifum.
    2. Í stað 2. málsl. 2. mgr. 14. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þá skal sveitarstjórn leggja álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fram­kvæmdar­innar til grundvallar. Sveitarstjórn skal enn fremur taka saman greinar­gerð um afgreiðslu leyfis í samræmi við ákvæði laga um mat á umhverfis­áhrifum.
    3. Við 3. mgr. 45. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skal kveðið á um hvernig vinna skal að umhverfismati og samþætta það mótun, framsetningu, kynn­ingu og afgreiðslu skipulagstillagna, sbr. lög um umhverfismat áætlana, einnig hvernig samþætta má mat á umhverfisáhrifum framkvæmda samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum við umhverfismat skipulagstillagna, þegar það á við.

Gjört á Bessastöðum, 1. júlí 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.


A deild - Útgáfud.: 15. júlí 2019