Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 35/2018

Nr. 35/2018 8. maí 2018

LÖG
um breytingu á lögum um ættleiðingar, nr. 130/1999, með síðari breytingum (umsögn nákominna).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:

  1. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef högum þess foreldris sem fer ekki með forsjá barns er svo farið að það getur ekki látið uppi marktækt samþykki eða það er horfið skal, ef unnt er, leita umsagnar nákominna skv. 2. mgr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
        Nú er annað foreldri látið eða bæði og skal þá, ef unnt er, leita umsagnar foreldra þess foreldris sem látið er, systkina þess foreldris sem látið er og systkina þess sem ættleiða á áður en afstaða er tekin til ættleiðingarumsóknar, enda sé sá sem ættleiða á yngri en 18 ára. Heimilt er jafnframt að leita umsagnar annarra sem eru nákomnir barni, ef talin er þörf á, enda sé sá sem ættleiða á yngri en 18 ára.
  3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Umsögn foreldris eða nákominna.

2. gr.

    Á eftir 21. gr. laganna kemur ný grein, 21. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Tilkynning um málalok.

    Sýslumaður skal senda umsagnaraðilum skv. 11.–13. gr. tilkynningu um málalok.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 8. maí 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Sigríður Á. Andersen.


A deild - Útgáfud.: 16. maí 2018