Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 997/2020

Nr. 997/2020 12. október 2020

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Árborg.

Deiliskipulagsbreyting í Austurbyggð á Selfossi.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti þann 9. júlí 2020 breytingu á deiliskipulagi Austur­byggðar á Selfossi.
Skipulagsbreytingin markast af Engjalandi í norðri og vestri, Austurhólum í austri og Akralandi í suðri. Breytingin nær til fjölbýlishúsalóða við Austurhóla og Engjaland. Lóðum fækkar um eina og verða sjö. Stærðir lóða og fjöldi íbúða á hverri lóð breytast og fækkar íbúðum úr 220 í 211 í heild. Aðkomur að lóðum breytast og fjölgar um tvær.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. skv. 42. gr. og 1. mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deili­skipulagið öðlast þegar gildi.

 

Selfossi, 12. október 2020.

 

Sigurður Andrés Þorvarðarson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 13. október 2020