Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 124/2022

Nr. 124/2022 22. desember 2022

LÖG
um breytingu á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007 (greiðslutímabil endurhæfingarlífeyris).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „18 mánuði“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 36 mánuði.
  2. 2. mgr. orðast svo:
        Heimilt er að framlengja greiðslutímabil skv. 1. mgr. um allt að 24 mánuði enda sé starfsendurhæfing með það að markmiði að auka atvinnuþátttöku enn talin raunhæf að mati framkvæmdaraðila, sbr. 1. mgr.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2023.

 

Gjört í Reykjavík, 22. desember 2022.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.


A deild - Útgáfud.: 30. desember 2022