Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1270/2022

Nr. 1270/2022 9. nóvember 2022

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sam­þykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

 

Heildarendurskoðun deiliskipulags, Búrfellsvirkjun.
Breytt skipulag snýr að því að skilgreina núverandi stöðu svæðisins með Búrfellsvirkjun í fullum rekstri. Tekur tillagan til núverandi stöðu svæðisins og til þeirra breytinga sem fyrir­hugaðar eru frá gildandi skipulagi. Samhliða gildistöku deiliskipulagsins fellur úr gildi eldri deiliskipulags­áætlun svæðisins.
Samþykkt í sveitarstjórn 25. maí 2022.

 

Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

 

Laugarvatni, 9. nóvember 2022.

Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs.,

Vigfús Þór Hróbjartsson.


B deild - Útgáfud.: 23. nóvember 2022