Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 104/2020

Nr. 104/2020 28. janúar 2020

AUGLÝSING
um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, með síðari breyt­ingu, og fjárlög fyrir árið 2020 hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ákveðið fjárhæð niðurgreiðslna sem hér segir:

  a) Niðurgreiðsla á raforku til húshitunar:
    á veitusvæði HS Veitna 5,73 kr./kWst.,
    á veitusvæði Orkubús Vestfjarða í dreifbýli 9,23 kr./kWst.,
    á veitusvæði Orkubús Vestfjarða í þéttbýli 6,36 kr./kWst.,
    á veitusvæði Rafveitu Reyðarfjarðar 5,25 kr./kWst.,
    á veitusvæði RARIK í dreifbýli 9,03 kr./kWst.,
    á veitusvæði RARIK í þéttbýli 5,50 kr./kWst.,
    á veitusvæði Veitna ohf., 5,63 kr./kWst.,
    á veitusvæði Norðurorku 5,76 kr./kWst.
     
  b) Niðurgreiðsla á vatni frá kyntum hitaveitum:
    RARIK 4,35 kr./kWst.,
    Orkubú Vestfjarða 4,48 kr./kWst.,
    HS Veitur 144,20 kr./m³ (3,19 kr./kWst.).
     
  c) Niðurgreiðsla á olíu til húshitunar.
    Niðurgreiðsla á olíu til húshitunar tekur mið af meðaltali niðurgreidds raforkuverðs til hús­hitunar í dreifbýli, nýtni olíuhitunarkerfis og olíuverðs á hverjum ársfjórðungi sam­kvæmt útreikningum Orkustofnunar.
     
  d) Niðurgreiðsla á framleiðslu raforku til húshitunar utan almenns dreifikerfis.
    Niðurgreiðsla á framleiðslu raforku til húshitunar utan almenns dreifikerfis skal vera 2,0 kr./kWst.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, og fjárlög fyrir árið 2020, hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ákveðið að hámarksfjöldi niðurgreiddra kWst./ári til hitunar verði 40.000 kWst. sem svarar til 888 m³/ári hjá kyntum hitaveitum og 4.480 lítrar af olíu á ári hjá þeim sem hita með olíu.

Auglýsing þessi tekur gildi 1. febrúar 2020.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. janúar 2020.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Hreinn Hrafnkelsson.


B deild - Útgáfud.: 12. febrúar 2020