Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 56/2020

Nr. 56/2020 16. júní 2020

LÖG
um breytingu á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, með síðari breytingum (gjaldstofn og helmingsafsláttur).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:

  1. Við 2. mgr. bætist: en annars skal leggja til grundvallar matsverð sem miðast við bygg­ingar­stig eignar við afhendingu.
  2. Á eftir 1. málsl. 10. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sýslumaður skal styðjast við upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands.
  3. Á eftir 1. málsl. 11. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ef gjaldskyld fjárhæð endur­speglar ekki matsverð í samræmi við byggingarstig eignar við afhendingu skal sýslu­maður ákvarða um gjaldskylda fjárhæð á grundvelli matsverðs sem miðast við bygg­ingar­stig eignar við afhendingu. Sýslumaður skal við ákvörðun sína styðjast við upp­lýs­ingar frá Þjóðskrá Íslands.

 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:

  1. 4. mgr. orðast svo:
        Skilyrði helmingsafsláttar af stimpilgjaldi skv. 3. mgr. eru þau að kaupandi íbúðar­húsnæðis hafi ekki áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði hvort sem er með kaupum, arftöku, gjafagerningi eða eignaryfirfærslu með hvers kyns öðrum hætti.
  2. Á eftir orðinu „íbúðarhúsnæði“ í 6. mgr. kemur: sbr. 4. mgr.
  3. Við a- og b-lið 7. mgr. bætist: sbr. 4. mgr.

 

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 16. júní 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 24. júní 2020