Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 23/2019

Nr. 23/2019 23. apríl 2019

LÖG
um breytingu á lögum um póstþjónustu, nr. 19/2002, með síðari breytingum (erlendar póstsendingar og rafrænar sendingar).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Við 4. gr. laganna bætist eftirfarandi orðskýring í réttri stafrófsröð:

    Erlend póstsending: Póstsending til landsins, innan alþjónustu.

2. gr.

    Við 5. mgr. 6. gr. laganna bætist:

    svo fremi að þeir gangi ekki gegn lögum þessum. 

3. gr.

    Við h-lið 1. mgr. 15. gr. laganna bætist: svo fremi að þeir gangi ekki gegn lögum þessum.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:

  1. Á eftir orðunum „Gjaldskrár fyrir alþjónustu“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: þar á meðal gjald­skrár vegna erlendra póstsendinga.
  2. Á eftir 3. málsl. 4. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Rekstrarleyfishafar skulu að því er varðar gjaldskrár vegna erlendra póstsendinga gera Póst- og fjarskiptastofnun grein fyrir kostnaðargrundvelli gjaldskrár eigi síðar en fimm virkum dögum áður en hún tekur gildi.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
        Gjald sem rekstrarleyfishafa er heimilt að leggja á erlendar póstsendingar skv. 4. mgr. skal greitt af viðtakanda sendingar.

5. gr.

    Við 27. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir 1. mgr. getur rekstrarleyfishafi ekki farið þess á leit að honum verði með fjár­framlögum tryggt endurgjald fyrir þjónustu vegna erlendra póstsendinga, sbr. 4. og 8. mgr. 16. gr. 

6. gr.

 
    Við 47. gr. laganna bætast fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Rekstrarleyfishafa er heimilt að senda hérlendum og erlendum tollyfirvöldum, flutningsaðila eða póstrekanda erlendis upplýsingar sem getið er í a–e-lið til að flýta fyrir tollafgreiðslu sendinga og tryggja öryggi póstflutninga á sjó, landi og í lofti eða með vísan til allsherjarreglu:

  1. tengiupplýsingar um sendanda,
  2. tengiupplýsingar um viðtakanda,
  3. upplýsingar um innihald,
  4. upplýsingar um verðmæti,
  5. upplýsingar um auðkenni póstsendingar.

    Rekstrarleyfishafa er heimilt að taka við upplýsingum sem getið er í 3. mgr. frá sömu aðilum og þar er getið. Ráðherra getur með reglugerð ákveðið, að höfðu samráði við Persónuvernd, að heimila sendingu og viðtöku á öðrum upplýsingum en getið er í a–e-lið 3. mgr. og ákveða í hvaða tilgangi heimilt er að senda upplýsingar skv. 3. mgr.

    Vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt lögum þessum skal uppfylla kröfur laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. 

7. gr.

    Orðin „að svo miklu leyti sem þau brjóta ekki í bága við milliríkjasamninga um póstþjónustu“ í 51. gr. laganna falla brott. 

8. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 15. maí 2019.

    Ákvæði 4. og 5. gr. laga þessara gilda um erlendar póstsendingar sem stimplaðar eru með dagstimpli erlendis eftir miðnætti að íslenskum tíma þann dag er lögin taka gildi.

Gjört í Reykjavík, 23. apríl 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Sigurður Ingi Jóhannsson.


A deild - Útgáfud.: 2. maí 2019