Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 635/2019

Nr. 635/2019 21. júní 2019

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Klettagarðar 8-10.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 7. júní 2019, breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 8-10 við Klettagarða. Í breyt­ing­unni felst að stækka byggingarreit fyrir áfanga 2 um 3 metra til norðausturs í átt að lóðarmörkum við Skarfagarða annars vegar og hins vegar að fá nýjan 60 m² byggingarreit við norðausturhorn núver­andi hús­næðis. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyt­ingin öðlast þegar gildi.

Skriðustekkur 1-7.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 21. júní 2019, breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 1-7 við Skriðu­stekk. Í breytingunni felst að gerður verður nýr byggingarreitur fyrir viðbyggingu við suður­hlið húss nr. 5 við Skriðustekk. Auk þess verður byggingarreitur fyrir bílgeymslu stækkaður og færður til á lóðinni. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyt­ingin öðlast þegar gildi.

Fjarðarás 5.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 21. júní 2019, breytingu á deiliskipulagi Árbæjar - Seláss vegna lóðarinnar nr. 5 við Fjarðarás. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit vegna stækkunar svala og stigapalls á efri hæð hússins. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyt­ingin öðlast þegar gildi.

Skálafell.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarráð Reykjavíkur, þann 6. júní 2019, breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Skálafelli. Í breytingunni felst m.a. að fella út og sameina byggingarreiti fyrir skíðalyftur, færa byggingarreiti fyrir smáhýsi, minnka það svæði sem skilgreint er fyrir skíðabrekkur, fækka mögulegum bílastæðum, fjölga valkostum um vatnslón fyrir snjóframleiðslu o.fl. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. 

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 21. júní 2019.

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 5. júlí 2019