Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1316/2018

Nr. 1316/2018 18. desember 2018

AUGLÝSING
um skráð störf hjá Múlabæ, dagþjálfun, sem eru undanskilin verkfallsheimild.

Skrá yfir þau störf sem eru undanskilin verkfallsheimild, skv. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna með síðari breytingum, en falla undir 3.–6. tölulið í 1. mgr. 19. gr. laganna:

  Starfsheiti Stöðugildi Stéttarfélag
  Forstöðumaður alls 0,60 FÍH
  Hjúkrunardeildarstjóri alls 0,60 FÍH
  Hjúkrunarfræðingur alls 0,70 FÍH
  Sjúkraliðar alls 2,00 SLFÍ
  Deildarstjóri félagsstarfs og vinnustofu alls 1,00 Fræðagarður

Daglega koma 56 aldraðir og/eða öryrkjar til þjálfunar í Múlabæ. Í hverri viku nýta 120 manns þjónustu Múlabæjar. Ofantalin mönnun er nauðsynleg til að tryggja skjólstæðingum þá þjónustu sem reglugerð um dagdvöl, nr. 1245/2016, kveður á um og er nauðsynleg til að tryggja öryggi skjólstæðinga á staðnum. Dagþjálfunin er mikilvægur þáttur í að skjólstæðingar geti búið heima.

Lágmarksöryggismönnun hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og starfsmanna í stéttarfélagi Fræðagarðs eru þeir starfsmenn/stöðugildi sem nú þegar eru upptalin.

Reykjavík, 18. desember 2018.

Múlabær, dagþjálfun,

Þórunn Bjarney Garðarsdóttir forstöðumaður.


B deild - Útgáfud.: 8. janúar 2019