Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1372/2019

Nr. 1372/2019 12. desember 2019

GJALDSKRÁ
fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð.

1. gr.

Sveitarstjórn Dalabyggðar er heimilt, í samræmi við 7. gr. samþykktar nr. 171/1995 um sorp­hirðu í Dalabyggð, að leggja á sérstakt gjald vegna hirðingar og eyðingar sorps (sorpgjald) í Dala­byggð. 

2. gr.

Gjald vegna hirðingar og eyðingar sorps er árlega sem hér greinir: 

    Sorphirðu­gjald Sorpeyð­ingar­gjald Samtals
a)  Íbúðir í þéttbýli           kr.  14.494   29.000 43.494
b)  Aukasorpílát í þéttbýli  kr.  7.218  14.443 21.661 
c)  Frístundahús               kr.  7.247  14.983 22.230 
d)  Íbúðir í dreifbýli         kr.  7.247  29.000 36.247 
e)  Bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi kr.  Sjá. 3. gr. 29.000 29.000
+ gjald skv. 3. gr.

3. gr.

Gjald vegna hirðingar og eyðingar á dýrahræjum er innheimt af bújörðum, hesthúsum og öðrum aðilum sem eru með skráðan bústofn og er árlega sem hér segir (miðað við hausttölur ár hvert, upplýsingar frá Matvælastofnun):

a)   Sauðfé ≤ 20 eða stórgripir ≤ 5
      (blandaður bústofn 4 ær = 1 stórgripur) 
kr.  20.000
b)   Sauðfé 21 - 50 eða stórgripir 6-10
      (blandaður bústofn 4 ær = 1 stórgripur) 
kr.  38.500
c)   Sauðfé > 50 eða stórgripir > 10
      (blandaður bústofn 4 ær = 1 stórgripur) 
kr.  51.000

4. gr.

Gjöld samkvæmt 2. og 3. gr. skal innheimta með fasteignagjöldum ár hvert.

5. gr.

Gjaldskrá söfnunarstöðvar í Búðardal er sem hér segir: 

Flokkur    kr./kg m. vsk.  
Pressanlegur úrgangur     23,30  
Ópressanlegur úrgangur    34,95  
Málað timbur eða plasthúðað     34,95  
Óflokkaðir málmar    5,84  
Blandaður pappír    25,67  
Dagblöð og tímarit    25,67  
Plastumbúðir, harðplast    23,30  
Fatnaður    21,65  
  kr. m. vsk.  
Móttökugjald fyrir stakan farm  0,25 1.226  
  0,5 2.451  
  0,75 3.677  
  1 4.902  

Gert er ráð fyrir að komið sé með flokkað sorp á söfnunarstöðina að öðrum kosti greiðist 20% álag á ofangreint verð. 

Ekki er innheimt gjald af íbúum sem koma með tilfallandi úrgang frá heimilum sínum í hóflegu magni (< 3 m³ í hvert skipti). 

Atvinnurekstur skal ávallt greiða fyrir móttöku og flokkun hjá söfnunarstöðinni. 

6. gr.

Gjaldskrá þessi sem var samþykkt af sveitarstjórn Dalabyggðar 12. desember 2019 staðfestist hér með samkvæmt 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1303/2018. 

Búðardal, 12. desember 2019.

Kristján Sturluson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 13. janúar 2020