Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1737/2022

Nr. 1737/2022 8. desember 2022

GJALDSKRÁ
fyrir sorphirðu og sorpurðun í Hveragerðisbæ.

1. gr.

Almennt.

Gjöld fyrir sorphirðu og sorpurðun eru lögð á árlega og innheimt samhliða fasteigna­skatti.

 

2. gr.

Gjald fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs.

Gjaldið er 46.200 kr. á hverja íbúðareiningu.

 

3. gr.

Aukatunnur.

Gjaldið er 38.300 kr. fyrir hverja gráa tunnu. Grænar tunnur eru gjaldfrjálsar en ekki er miðað við fleiri en eina slíka aukatunnu við hverja íbúðareiningu.

 

4. gr.

Annað.

Gjaldskrá þessi er sett á grundvelli samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Hveragerði nr. 342/2010 og 5. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998 með síðari breytingum um hollustuhætti og mengunar­varnir og öðlast þegar gildi.

Jafnframt fellur gjaldskrá um sorphirðu og sorpurðun í Hveragerðisbæ nr. 1755/2021 úr gildi.

Þannig samþykkt af bæjarstjórn Hveragerðisbæjar við síðari umræðu 8. desember 2022.

 

Hveragerði, 8. desember 2022.

 

Geir Sveinsson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 19. janúar 2023