Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 894/2022

Nr. 894/2022 14. júlí 2022

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlun: 

Deiliskipulagsbreyting Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi.
Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir þremur borholum ásamt gufuskilju, gufuháf, gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar, auk stöðvarhúss og kæliturna. Gert er ráð fyrir því að 11 kV jarðstrengur verði lagður um 7 km leið að bænum Króki. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW.
Samþykkt í sveitarstjórn 15. júní 2022. 

Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

 

Laugarvatni, 14. júlí 2022.

 

Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs.,

Vigfús Þór Hróbjartsson.


B deild - Útgáfud.: 28. júlí 2022