Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 630/2019

Nr. 630/2019 20. júní 2019

AUGLÝSING
um óverulegar deiliskipulagsbreytingar fyrir Lónsbakkahverfi, Hörgársveit.

Lóðarmörk fráveitulóðar.
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 13. desember 2018 að gera breytingu á deiliskipulagi Lónsbakkahverfis. Breytingin felur í sér að lóðarmörkum fráveitulóðar er breytt lítillega.

Byggingarreitur leikskólans Álfasteins.
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 13. desember 2018 að gera breytingu á deiliskipulagi Lónsbakkahverfis. Breytingin felur í sér að byggingarreit leikskólans Álfasteins er breytt, án þess þó að byggingarmagn, notkun eða aðkoma breytist.

Ýmsar breytingar.
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 13. desember 2018 eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi Lónsbakkahverfis:

  1. Austurmörkum lóða Reynihlíðar 2 og 26 er breytt.
  2. Byggingarmagn rað-/parhúsalóða Reynihlíðar 2-12 eykst úr 320 fm í 365 fm.
  3. Á raðhúsalóðum nr. 14-18 verður íbúðafjöldi 4 til 6 í stað 4.
  4. Kvaðir um lagnir í jörðu eru settar á ferðaþjónustulóð á Lónsá.
  5. Flatarmál lóða við Víðihlíð er leiðrétt auk þess sem útfærslu lækjarfarvegar norðan Reyni­hlíðar er breytt lítillega.

Deiliskipulagsbreytingarnar teljast óverulegar skv. gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Deiliskipulagsbreytingarnar hafa hlotið meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkti sveitarstjórn að falla frá grenndarkynningu þeirra á grundvelli 3. mgr. 44. gr. sömu laga. Deiliskipulagsbreytingarnar öðlast þegar gildi.

Hörgársveit, 20. júní 2019.

Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 4. júlí 2019