Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 11/2021

Nr. 11/2021 5. mars 2021

LÖG
um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (varnarlína um fjárfestingarbankastarfsemi).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Á eftir 28. gr. laganna kemur ný grein, 28. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Takmörkun á stöðutöku viðskiptabanka og sparisjóða.

    Beinar og óbeinar stöður kerfislega mikilvægs viðskiptabanka eða sparisjóðs í fjármála­gerningum, að frátöldum skuldabréfum utan veltubókar, og hrávörum mega ekki vera svo miklar að samanlögð eiginfjárþörf viðskiptabankans eða sparisjóðsins vegna staðanna samkvæmt viðmiðum sem Fjármálaeftirlitið birtir skv. 116. gr. a, með tilliti til áhættuþátta sem fjallað er um í 1. mgr. 84. gr. e, sé umfram 15% af eiginfjárgrunni hans. Með beinni stöðu er átt við eignarhald viðskipta­banka eða sparisjóðs á fjármálagerningi eða hrávöru. Með óbeinni stöðu er átt við að áhætta viðskipta­banka eða sparisjóðs af óhagstæðum breytingum á virði fjármálagernings eða hrávöru sé sambæri­leg því að hann ætti hana sjálfur. Hlutfallið skal reiknað á samstæðugrunni með dóttur­félögum viðskipta­banka eða sparisjóðs.

    Fjármálaeftirlitið getur veitt tímabundna undanþágu frá hámarki skv. 1. mgr. ef það þjónar hagsmunum eigenda tryggðra innstæðna eða styður við fjármálastöðugleika.

    Seðlabanki Íslands setur reglur um framkvæmd þessarar greinar, þar á meðal um hvað telst til óbeinnar stöðu. Í reglunum má kveða á um birtingu upplýsinga um hlutfall skv. 1. mgr.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2022.

 

Gjört á Bessastöðum, 5. mars 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 15. mars 2021