Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 704/2019

Nr. 704/2019 12. júlí 2019

AUGLÝSING
um breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna Flóahverfis.

Skipulagsstofnun staðfesti 12. júlí 2019 breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 sem sam­þykkt var í sveitarstjórn 14. maí 2019.
Í breytingunni felst að athafnasvæði A11, Flóahverfi, er stækkað til suðausturs um 3,5 ha. Gróður­belti (O11) umhverfis svæðið og gönguleið breytast einnig. Gert er ráð fyrir 66 kV jarðstreng austan Flóahverfis að sveitarfélagamörkum.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsstofnun, 12. júlí 2019.

F.h. forstjóra,

Hafdís Hafliðadóttir.

Ottó Björgvin Óskarsson.


B deild - Útgáfud.: 26. júlí 2019