Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 104/2021

Nr. 104/2021 25. júní 2021

LÖG
um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991 (samkomudagur reglulegs Alþingis 2021).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 1. gr. skal 151. löggjafarþingi ljúka 25. september 2021 enda hafi þing­rofi þá verið lýst skv. 24. gr. stjórnarskrárinnar. Skal reglulegt Alþingi 2021, 152. lög­gjafar­þing, þá koma saman þegar forseti Íslands hefur stefnt saman Alþingi, sbr. 22. og 24. gr. stjórnar­skrárinnar, og standa fram til reglulegs samkomudags Alþingis 2022, annars þriðjudags september­mánaðar það ár, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar og 4. mgr. 1. gr. laga þessara.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört í Vestmannaeyjum, 25. júní 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Katrín Jakobsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 13. júlí 2021