Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 462/2020

Nr. 462/2020 19. maí 2020

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Hesthúsabyggð á Hólmsheiði.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 27. mars 2020, breytingu á deiliskipulagi fyrir hesthúsabyggð á Hólmsheiði vegna tilfærslu á Rauðavatnslínu 1 sem liggur innan skipulagsmarka hesthúsabyggðarinnar vegna 1. áfanga Korpulínu jarðstrengs. Breytingin er tilkomin vegna breytinga á núverandi Rauðavatnslínu milli tengi­virkjanna á Geithálsi og tengivirkis A12 sem liggur nú í loftlínu milli reiðstígs og vatnslagnar vestast á skipulagssvæðinu. Lagður verður nýr 132 kV jarðstrengur í stað núverandi loftlínu sem verður fjarlægð eftir spennusetningu strengsins. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Vesturlandsvegur, Hallar.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 27. mars 2020, breytingu á deiliskipulagi fyrir Vesturlandsveg, Halla, vegna 1. áfanga Korpulínu jarðstrengs. Vegna breytinga á aðflutningskerfi Landsnets á milli tengivirkjanna við Korpu og á Geithálsi, er gert ráð fyrir tilfærslu á Korpulínu 1 og nýrri legu hennar í jarðstreng sem mun liggja meðfram Lambhagavegi í Úlfarsárdal og fylgja göngustígnum austanmegin götu. Lagður verður nýr 132 kV jarðstrengur í stað núverandi loftlínu sem verður fjarlægð eftir spennu­setningu strengsins. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Úlfarsárdalur, útivistarsvæði.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 27. mars 2020, breytingu á deiliskipulagi fyrir Úlfarsárdal útivistarsvæði vegna 1. áfanga Korpulínu jarðstrengs. Vegna breytinga á aðflutningskerfi Landsnets á milli tengivirkjanna við Korpu og á Geithálsi, er gert ráð fyrir tilfærslu á Korpulínu 1 og nýrri legu hennar í jarðstreng sem mun liggja meðfram Reynisvatnsvegi norðanmegin, um 30 m frá veginum milli hringtorgsins við Fellsveg og Lambhagaveg og einnig mun jarðstrengurinn liggja yfir dalinn og Úlfarsá austan­megin Lambhagavegar í Úlfarsárdal. Lagður verður nýr 132 kV jarðstrengur í stað núverandi loftlínu sem verður fjarlægð eftir spennusetningu strengsins. Uppdrættir hafa hlotið meðferð sam­kvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Úlfarsárdalur, hverfi 2.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 27. mars 2020, breytingu á deiliskipulagi fyrir Úlfarsárdal hverfi 2 vegna 1. áfanga Korpulínu jarðstrengs. Vegna breytinga á aðflutningskerfi Landsnets á milli tengivirkjanna við Korpu og á Geithálsi, er gert ráð fyrir tilfærslu á Korpulínu 1 og nýrri legu hennar í jarðstreng sem mun liggja meðfram Lambhagavegi í Úlfarsárdal. Lagður verður nýr 132 kV jarðstrengur í stað núverandi loftlínu sem verður fjarlægð eftir spennusetningu strengsins. Uppdrættir hafa hlotið með­ferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Skógarhlíð.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 17. apríl 2020, breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna nýrra undirganga undir Litluhlíð og nýrra göngu- og hjólastíga meðfram Skógarhlíð. Jafnframt er aflagður göngustígur með­fram Bústaðavegi. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Kárastígur 7.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 8. maí 2020, breytingu á deiliskipulagi Kárastígsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Kárastíg. Í breytingunni felst að heimilt verði að hækka þak viðbyggingar sem snýr að baklóð þannig að byggingin verði kjallari og tvær hæðir í stað kjallara, hæðar og riss. Uppdrættir hafa hlotið með­ferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Nökkvavogur 8.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 8. maí 2020, breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr. 8 við Nökkva­vog. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrir bílskúr er breytt þannig að bílskúrinn verður sam­byggður húsi, heimilt verður að nýta þak bílskúrs sem svalir og nýr byggingarreitur er skil­greindur fyrir anddyri á norðurhlið hússins. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Bíldshöfði 10.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 8. maí 2020, breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 10 við Bíldshöfða. Í breytingunni felst að koma fyrir viðbótarbyggingarreit sem er 2,3 x 7 metrar á suður­hlið hússins við vesturenda til að koma fyrir flóttastiga. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Kjalarnes, Mógilsá og Kollafjörður.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur, með vísan til a-liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án stað­festingar borgarráðs, þann 13. maí 2020, breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar á Kjalarnesi vegna almenningssalernis sem koma á fyrir á skilgreindu útivistarsvæði við Esjurætur. Í breytingunni felst að settur er inn nýr byggingarreitur eingöngu ætlaður fyrir almenningssalerni. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Gufunes, útivistarsvæði.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur, með vísan til a-liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án stað­festingar borgarráðs, þann 13. maí 2020, breytingu á deiliskipulagi Gufuness, útivistarsvæðis, vegna almenningssalernis sem koma á fyrir á skilgreindu útivistarsvæði Gufuness. Í breytingunni felst að settur er inn nýr byggingarreitur eingöngu ætlaður fyrir almenningssalerni. Uppdrættir hafa hlotið með­ferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 19. maí 2020.

 

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 20. maí 2020