Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 151/2018

Nr. 151/2018 21. desember 2018

LÖG
um breytingu á þinglýsingalögum, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu og lögum um aukatekjur ríkissjóðs (rafrænar þinglýsingar).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI

Breyting á þinglýsingalögum, nr. 39/1978, með síðari breytingum.

1. gr.

    Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Um þinglýsingu með rafrænni færslu fer eins og greinir í 1. mgr. eftir því sem við á.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:

  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig er heimilt að þinglýsa með rafrænni færslu.
  2. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
        Rafræn þinglýsingarfærsla skal staðfest með fullgildum rafrænum hætti.
        Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd þinglýsinga með rafrænni færslu, m.a. um rafrænt öryggi, vottun, tímastimplanir, auðkenni, innsigli, greiðslu og önnur atriði sem varða framkvæmd og kröfur til þinglýsinga með rafrænni færslu.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:

  1. Á eftir 2. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
        Skilyrði a–f-liðar 2. mgr. gilda um beiðni um þinglýsingu með rafrænni færslu.
        Móttaka beiðni um rafræna þinglýsingu skal staðfest með rafrænum hætti.
  2. Við 2. málsl. 3. mgr. bætist: og -tíma.

4. gr.

    Á eftir orðinu „þinglýsingarbeiðanda“ í 2. málsl. 5. mgr. 7. gr. laganna kemur: eða þinglýsing með rafrænni færslu staðfest.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:

  1. 1. mgr. orðast svo:
        Þinglýsing fer fram með þeim hætti að meginatriði skjals eru færð í þinglýsingabók, auk tímastimplunar dagbókarfærslu. Við þinglýsingu er stöðu skjals breytt úr „dagbókarfært“ í „þinglýst“.
  2. Við 2. mgr. bætist: eða staðfest er að þinglýsing hafi farið fram með rafrænni færslu.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 12. gr. laganna:

  1. Við 1. málsl. bætist: og er þá heimilt að gera það með rafrænni færslu.
  2. Í stað orðanna „Verður þá“ í 2. málsl. kemur: Ef um handhafabréf er að ræða verður.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:

  1. 3. og 4. málsl. 1. mgr. orðast svo: Aflýsing skjals í þinglýsingabók fer þannig fram að stöðu skjals er breytt úr „þinglýst“ í „aflýst“. Upplýsingar um aflýst skjöl og yfirlýsingu rétthafa skulu varðveittar í ferilskrá viðkomandi eignar í þinglýsingabók.
  2. 1. og 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Hafi skjal verið afhent með áritaðri yfirlýsingu rétthafa um að því megi aflýsa skal rita vottorð um aflýsinguna á það eintak skjalsins og geta þess hvenær hún fór fram og hvar hennar sé getið. Þinglýsingarstjóri vistar hið áritaða eintak um aflýsingu í þinglýsingabók.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:

  1. 2. mgr. orðast svo:
        Skjal sem er afhent til þinglýsingar fær tímastimplun kl. 21 þann dag sem það telst afhent. Skjöl sem berast eftir skrifstofutíma teljast afhent næsta virka dag.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
        Rafræn þinglýsingarfærsla í dagbók er tímastimpluð þegar hún berst og telst afhent til þinglýsingar á þeirri stundu.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 15. gr. laganna:

  1. Orðin „eða fær stöðuna „þinglýst“ í tölvu“ í 1. málsl. falla brott.
  2. Í stað orðanna „þeim degi“ í 1. málsl. kemur: þeirri tímasetningu.
  3. Í stað orðanna „þeim degi, sem tilgreindur“ í 2. málsl. kemur: þeirri tímasetningu, sem tilgreind.
  4. Í stað orðsins „samdægurs“ í 3. málsl. kemur: samtímis.
  5. 4. málsl. fellur brott.

10. gr.

    Við 22. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Fullgild rafræn undirskrift á beiðni um þinglýsingu með rafrænni færslu staðfestir dagsetningu og undirskrift. Fjárræði útgefanda skal sannreynt í skrá yfir lögræðissvipta menn.

11. gr.

    Orðið „ekki“ í 1. málsl. 30. gr. laganna fellur brott.

12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 39. gr. laganna:

  1. Við 1. málsl. bætist: eða þinglýst sé staðfestingu þinglýsts rétthafa um aflýsingu skjals, enda hafi skráning kröfuhafa verið leiðrétt, sbr. ákvæði til bráðabirgða II í lögum um auka­tekjur ríkissjóðs.
  2. 2. málsl. fellur brott.

13. gr.

    Í stað orðanna „Ákvæði 5. og 6. gr. laga nr. 66/1963“ í 2. málsl. 41. gr. laganna kemur: Ákvæði 4. og 5. gr. siglingalaga, nr. 34/1985.

14. gr.

    Orðin „ef í kaupstað er eða þinghá, þar sem þinglýsingarstjóri sá, er fjalla á um þinglýsinguna, hefur skrifstofu, ella innan fjögurra vikna“ í 1. málsl. 1. mgr. 48. gr. laganna falla brott.

15. gr.

    Við 53. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Ráðherra ákveður í reglugerð hvaða tegundum skjala má þinglýsa með rafrænni færslu, hvaða upplýsingar teljast meginatriði skjala og á hvaða tegundir eigna skv. IV.–VII. kafla má þinglýsa með rafrænni færslu.

16. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Leiðrétta skal skráningu kröfuhafa samkvæmt veðbréfum öðrum en handhafabréfum í þing­lýsinga­bók. Ef kröfuhafi er ríkissjóður, opinber stofnun, banki, sparisjóður, lífeyrissjóður, trygg­inga­félag eða verðbréfasjóður má leiðrétta skráningu kröfuhafa án þess að frumriti eða ljósriti veð­bréfs sé framvísað til sönnunar á framsali. Í öðrum tilvikum þarf að framvísa árituðu frumriti eða endur­riti veðbréfs í samræmi við 12. og 39. gr. Stefnt skal að því að leiðréttingu skráningar kröfu­hafa verði lokið innan árs frá gildistöku laga þessara.

II. KAFLI

Breyting á lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu,
nr. 30/2002, með síðari breytingum
.

17. gr.

    Orðin „þinglýsingar og“ í 3. mgr. 8. gr. laganna falla brott.

III. KAFLI

Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991,
með síðari breytingum
.

18. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Ekki skal greiða þinglýsingargjald fyrir leiðréttingu á skráningu kröfuhafa vegna rafrænna þing­lýsinga.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991,
með síðari breytingum
.

19. gr.

    Á eftir orðunum „þinglýstum samningi“ í 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: eða rafrænni færslu.

20. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. apríl 2019 nema ákvæði 16. og 18. gr. sem taka þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 21. desember 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Sigríður Á. Andersen.


A deild - Útgáfud.: 8. janúar 2019