Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 61/2020

Nr. 61/2020 22. júní 2020

LÖG
um breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr. 75/2011 (markmið og hlutverk).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    1.–4. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:

    Markmið laga þessara er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferða­manna­leiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálf­bærrar stoðar í íslensku atvinnulífi. Það er jafnframt markmið laga þessara að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.

    Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferða­manna­leiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila í samræmi við 1. mgr. Heimilt er að fjármagna framkvæmdir sem snúa að öryggi ferðamanna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og vernd mannvirkja.

    Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er heimilt að fjármagna undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda skv. 2. mgr. en sjóðnum er ekki heimilt að bera rekstrar­kostnað af mannvirkjum og vegna náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða.

    Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er ekki heimilt að fjármagna framkvæmdir sem eru á lands­áætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 22. júní 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.


A deild - Útgáfud.: 25. júní 2020