Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 3/2020

Nr. 3/2020 17. nóvember 2020

AUGLÝSING
um alþjóðaheilbrigðisreglugerðina.

Alþjóðaheilbrigðisreglugerðin, sem samþykkt var á 58. þingi Alþjóðaheilbrigðismála­stofnunar­innar í Genf árið 2005 í samræmi við ákvæði k-liðar 2. gr., a-lið 21. gr. og 22. gr. stofnskrár Alþjóða­heilbrigðismálastofnunarinnar frá 22. júlí 1946, sbr. Samninga Íslands við erlend ríki nr. 59, öðlaðist gildi 15. júní 2007. Endurskoðaður níundi viðauki alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar öðlaðist gildi 15. júlí 2007.

Breyting á sjöunda viðauka alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar var samþykkt á 67. þingi Alþjóða­heilbrigðismálastofnunarinnar í Genf árið 2014. Í samræmi við ákvæði 55. gr. alþjóðaheilbrigðis­reglugerðarinnar og 22. gr. stofnskrár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar öðlaðist breyt­ingin gildi 11. júlí 2016.

Alþjóðaheilbrigðisreglugerðin, ásamt breyttum sjöunda viðauka og endurskoðuðum níunda við­auka, er birt sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

 

Utanríkisráðuneytinu, 17. nóvember 2020.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Martin Eyjólfsson.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


C deild - Útgáfud.: 7. desember 2020