Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1523/2020

Nr. 1523/2020 15. desember 2020

GJALDSKRÁ
fyrir fráveitugjald í Mosfellsbæ.

1. gr.

Af öllum húseignum í Mosfellsbæ skal greiða árlega fráveitugjald samkvæmt gjaldskrá þessari, sem skal varið til þess að standa straum af kostnaði við fráveitu sveitarfélagsins, sbr. 23. gr. sam­þykktar um fráveitu í Mosfellsbæ, nr. 1014/2010.

 

2. gr.

Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera mat fasteigna þ.e. samanlagt fasteignamat húsa og lóða, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum. Fráveitugjald skal nema 0,105% af álagningarstofni.

Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.

 

3. gr.

Fráveitugjald greiðist af skráðum eiganda fasteignar og ber hann ábyrgð á greiðslu gjaldsins.

Fráveitugjaldið má taka lögtaki og má gera lögtak í hinni skattskyldu eign án tillits til eigenda­skipta. Nýtur fráveitugjaldið lögveðsréttar með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfarar­veði, sbr. 16. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 og 23. gr. samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ.

 

4. gr.

Við álagningu árlegs fráveitugjalds getur bæjarstjórn samþykkt að nýta heimild í 7. mgr. 15. gr. laga nr. 9/2009, um niðurfellingu eða lækkun til tekjulítilla elli- og örorku­lífeyris­þega.

 

5. gr.

Í þeim tilvikum sem Mosfellsbær nýtir heimild samkvæmt 20. gr. samþykkta um fráveitu sveitar­félagsins til að innheimta stofngjald skal það nema kr. 218.084 fyrir hvern 6″ heimæðarstút.

Fyrir heimæðarstúta stærri en 6″ greiðast kr. 339.367 eða raunkostnaður veitunnar hverju sinni.

Í þeim tilvikum þar sem lengd heimæðar frá stofnæð að lóðarmörkum fer yfir 10 metra skal inn­heimta raunkostnað hverju sinni.

Óski húseigandi eftir færslu fráveituheimæðar að nýjum tengi­punkti greiðir hann útlagðan kostnað veitunnar.

 

6. gr.

Gjaldskrá þessi var samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 773. fundi þann 9. desember 2020, með vísan til samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ nr. 1014/2010, sbr. og 15. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna og reglugerð um fráveitur sveitarfélaga nr. 982/2010, og öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1293/2019.

 

Mosfellsbæ, 15. desember 2020.

 

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 11. janúar 2021