Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 944/2023

Nr. 944/2023 1. september 2023

AUGLÝSING
um niðurfellingu gjaldskrár Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1258/2018, fyrir einnota áhöld og efni.

Með gildistöku reglugerðar nr. 898/2023 um þjónustu sérgreinalækna utan samninga fellur úr gildi reglugerð nr. 1256/2018, um endurgreiðslu kostnaðar fyrir einnota áhöld og efni vegna þjón­ustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, með síðari breytingum. Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1258/2018, með síðari breytingum, er því felld úr gildi frá og með 1. september 2023.

 

Sjúkratryggingum Íslands, 1. september 2023.

 

Sigurður Helgi Helgason.

Júlíana H. Aspelund.


B deild - Útgáfud.: 15. september 2023