Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 744/2022

Nr. 744/2022 2. júní 2022

AUGLÝSING
um staðfestingu á samkomulagi á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um breytingu á mörkum sveitarfélaganna.

Á grundvelli 3. mgr. 4. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hefur innviðaráðuneytið staðfest samkomulag Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar frá 11. maí 2022 um breytingu á mörkum sveitar­félaganna, sbr. samþykkt bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar frá 8. mars 2022 og samþykkt sveitar­stjórnar Hvalfjarðarsveitar frá 12. apríl 2022.

Færsla staðarmarkanna er samkvæmt eftirfarandi mælipunktum í hnitaskrá samkvæmt lands­hnita­kerfinu ISNET-93 eins og sýnt er á uppdrætti sem er fylgiskjal samkomulagsins en við breyt­inguna flytjast alls 1,5 km² inn fyrir staðarmörk Akraneskaupstaðar:

 

Nr. Austur [m] Norður [m]
AK1 352884 426915
AK2 352929 426789
AK3 353296 427176
AK4 353522 426996
AK5 354157 427799
AK6 353919 427994
AK7 354670 428833
AK8 354895 428834
AK9 355128 428966
AK10 355417 429180
AK11 356159 428885
AK17 356480 429482
AK15 355165 430278
AK16 354682 430181

 

Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 2. júní 2022.

 

F. h. r.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Aðalsteinn Þorsteinsson.


B deild - Útgáfud.: 23. júní 2022