Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1325/2018

Nr. 1325/2018 12. desember 2018

GJALDSKRÁ
fyrir hunda- og kattahald í Vesturbyggð.

1. gr.

Af hundum og köttum í Vesturbyggð utan lögbýla skal innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari, sem er ætlað að standa undir kostnaði við framkvæmd samþykktar um hundahald í Vesturbyggð nr. 635/2012 og samþykktar um kattahald og gæludýrahald annað en hundahald í Vesturbyggð á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis nr. 81/2018.

2. gr.

Við leyfisveitingu hunda og katta skal innheimta gjald sem hér segir og er það jafnframt árgjald það árið:

  Fyrsta leyfisveiting fyrir hund 15.550 kr.
  Fyrsta leyfisveiting fyrir kött   4.120 kr.
  Leyfisveiting fyrir hund eftir útrunninn frest 20.300 kr.
  Bráðabirgðaleyfi fyrir hund   5.500 kr.

3. gr.

Af leyfðum hundum og köttum skal innheimta árlega eftirlitsgjald sem hér segir:

  Einn hundur 12.600 kr.
  Einn köttur   5.890 kr.

4. gr.

Greiðslur vegna trygginga og árleg hundahreinsun eru innifaldar í leyfisgjaldi.

5. gr.

Við afhendingu handsamaðra hunda og katta skal innheimta handsömunargjald sem hér segir:

  Fyrsta afhending hunds 14.000 kr.
  Önnur afhending hunds 28.000 kr.
  Þriðja afhending hunds 28.000 kr.
  Fyrsta afhending hunds án leyfis 32.700 kr.
  Handsömun á ketti   5.890 kr.

Óheimilt er að afhenda hunda og ketti án leyfis nema gengið verði frá leyfisveitingu við afhendingu. Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna fæðis, geymslu, auglýsinga og ferða.

6. gr.

Gjalddagi samkvæmt 3. gr. er 15. febrúar og eindagi 15. mars ár hvert. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.

7. gr.

Undanþegnir leyfisgjaldi eru leitarhundar björgunarsveita og hjálparhundar fatlaðra og skal ljósrit af viðurkenningu um þjálfun þeirra afhendast við umsókn um niðurfellingu leyfisgjalda. Heimilt er að ógilda niðurfellingu leyfisgjalda sé viðkomandi hundur ekki lengur á skrá sem leitarhundur sam­kvæmt skilgreiningu þessari.

8. gr.

Gjaldskrá þessi sem er samin og samþykkt af bæjarstjórn Vesturbyggðar, er sett samkvæmt 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, samþykkt um hundahald í Vesturbyggð nr. 635/2012 og samþykktar um kattahald og gæludýrahald annað en hundahald í Vesturbyggð á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis nr. 81/2018. Gjaldskráin öðlast þegar gildi og frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá fyrir hundahald í Vesturbyggð nr. 1131/2017.

Vesturbyggð, 12. desember 2018.

Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 10. janúar 2019