Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 883/2022

Nr. 883/2022 26. júlí 2022

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Guðríðarstígur 6-8.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, 25. mars 2022, breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, athafnasvæðis, vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Guðríðarstíg. Í breytingunni felst að byggingarreitur hússins stækkar til suðvesturs þannig að hægt verði að byggja við húsið. Hluti viðbyggingar verður á þremur hæðum en stærsti hlutinn á einni hæð. Stækkunin nýtist fyrir skrifstofustarfsemi og lager. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall og byggingarmagn eykst. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. 

Starmýri 2.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur, með vísan til a-liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs, 27. apríl 2022, breytingu á deiliskipulagi Safamýrar- Álftamýrar vegna lóðarinnar nr. 2 (hús nr. 2A) við Starmýri. Í breytingunni felst að bætt er við byggingareit fyrir 4. hæð sem nemur um helmingi þakflatar, á suðurhluta byggingareits, og er heimilt byggingarmagn 4. hæðar 416 m2 brúttó. Heimilt er að auka íbúðafjölda á Starmýri 2A um 2 íbúðir og hámarksfjöldi íbúða á lóðinni verði 25. Tveimur íbúðum á 4. hæð fylgja þegar byggðir bílskúrar í kjallara og bílastæði framan við hvorn þeirra. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. 

Nýr Landspítali við Hringbraut.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, 13. maí 2022, breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst speglun BT húss sem lækkar til austurs að Hvannargötu í stað vesturs að Fífilsgötu ásamt færslu bílastæða. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. 

Hrísateigur 18.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, 10. júní 2022, breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar vegna lóðarinnar nr. 18 við Hrísateig. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til norðausturs og heimilt er að vera með svalir og stiga niður í garð á suðausturgafli hússins ásamt því að breyta bílskúrum á lóð í vinnustofu/geymslu. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. 

Einarsnes 66B.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, 30. júní 2022, breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðarinnar nr. 66B við Einarsnes. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir íbúðahús á 1. hæð minnkar og byggingarreitur á 2. hæð stækkar, fallið er frá kröfu um að draga 2. hæð inn, meiri þakhalli er leyfður á bílageymslu og byggingarmagn og nýtingahlutfall breytist. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. 

Krosshamrar 11-11A.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, 7. júlí 2022, breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 11-11A við Krosshamra. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit Krosshamra 11A til suðurs að opnu svæði og milli bílskúrs og íbúðarhúss. Með stækkuninni er gert ráð fyrir viðbyggingu við bílskúr og tengingu við íbúðarhús. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. 

Hjallavegur 52.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, 14. júlí 2022, breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 52 við Hjallaveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir bílskúr er færður til og stækkaður. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. 

Vitastígur 16.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, 14. júlí 2022, breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.0, vegna lóðarinnar nr. 16 við Vitastíg. Í breytingunni felst að heimilt er að auka byggingarmagn fyrir smáhýsi á baklóð um 18 fm. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. 

Lambhagavegur 10.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, 14. júlí 2022, breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, Halla, vegna lóðarinnar nr. 10 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur minnkar lítillega og færist til innan lóðar, hæð byggingar hækkar úr 8 m í 11 m auk þess að heimilt er að reisa létta inndregna hæð á hluta byggingar. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. 

Silfratjörn 6-18.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, 20. júlí 2022, breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 6-18 við Silfratjörn. Í breytingunni felst að fyrirkomulag lóða í reit B við Silfratjörn er breytt á þann veg að bílastæðum er komið fyrir upp við hús inni á lóðunum Silfrartjörn 6-12 og 14-18. Við það færist akstursleið að lóðunum til norðurs. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 26. júlí 2022.

 

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 27. júlí 2022