Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 6/2022

Nr. 6/2022 14. mars 2022

AUGLÝSING
um samþykki Íslands á aðild tiltekinna ríkja að samningnum um öflun sönnunargagna erlendis í einkamálum og verslunarmálum, frá 1970.

Hinn 26. nóvember 2021 var utanríkisráðuneyti Hollands afhent yfirlýsing um samþykki Íslands á aðild tiltekinna ríkja að samningnum um öflun sönnunargagna erlendis í einkamálum og verslunar­málum sem gerður var í Haag 18. mars 1970, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 3/2009, þar sem samningurinn er birtur.

Um er að ræða eftirtalin ríki:

 - Andorra
 - Armenía
 - Brasilía
 - Georgía
 - Kasakstan
 - Kosta Ríka
 - Kólumbía
- Króatía
- Malta
- Marokkó
- Níkaragva
- Suður-Kórea
- Svartfjallaland
- Víetnam 

 

Yfirlýsingin var gerð á grundvelli 4. mgr. 39. gr. samningsins. Samkvæmt því ákvæði skal samningurinn öðlast gildi milli ríkis sem gerist aðili að honum og ríkis sem lýst hefur yfir samþykki sínu á aðildinni á sextugasta degi eftir afhendingu yfirlýsingar um samþykki.

Heildarlista yfir þau ríki sem samningurinn hefur áhrif á í samskiptum við Íslands má finna á heimasíðu Haag ráðstefnunnar um alþjóðlegan einkamálarétt á eftirfarandi vefslóð:

https://www.hcch.net/en/publications-and-studies/details4/?pid=4069&dtid=36.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

 

Utanríkisráðuneytinu, 14. mars 2022.

 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Martin Eyjólfsson.


C deild - Útgáfud.: 18. maí 2022