Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 58/2020

Nr. 58/2020 22. júní 2020

LÖG
um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum (rafræn afgreiðsla o.fl.).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Í stað „3 kg“ í 2. málsl. d-liðar 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: 10 kg.

 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „hvern virkan dag“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: hvern mánudag.
 2. Í stað orðanna „virkan dag“ í 2. mgr. kemur: mánudag.
 3. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar helgidag eða almennan frídag ber upp á mánudag skal miða tollafgreiðslugengi við opinbert viðmiðunargengi næsta virka dags á undan.

 

3. gr.

    Tilvísunin „og 25.“ í 1. málsl. 1. mgr. 22. gr. laganna fellur brott.

 

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:

 1. 4. mgr. fellur brott.
 2. Á eftir 5. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
      Aðrir en þeir sem um getur í 1. og 3. mgr. skulu veita tollmiðlara umboð til þess að koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart tollyfirvöldum með rafrænum skjalasendingum.
      Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. er öðrum en þeim sem um getur í 1. og 3. mgr. og flytja inn tólf sendingar eða færri á ári heimilt að láta tollstjóra í té aðflutningsskýrslur á pappír.
      Tollstjóri ákveður form skriflegra aðflutningsskýrslna.
 3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Aðflutningsskýrslur.

 

5. gr.

    25. gr. laganna fellur brott.

 

6. gr.

    Tilvísunin „og 25.“ í 1. málsl. 1. mgr. 28. gr. laganna fellur brott.

 

7. gr.

    Lokamálsliður 1. mgr. 29. gr. laganna fellur brott.

 

8. gr.

    Á eftir 2. mgr. 104. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

    Þegar áfengi er boðið til sölu í tollfrjálsri verslun af aðila sem er í meirihlutaeigu ríkis, sveitar­félaga eða fyrirtækja í þeirra eigu skal gæta jafnræðis við innkaup á áfengi til endursölu. Við val á áfengri vöru til endursölu skal m.a. taka mið af eftirspurn, framlegð, fjölbreytni í vöruúrvali, sérstöðu fríhafnarverslana og framboði í öðrum fríhafnarverslunum. Ráðherra setur nánari reglur sem miða að því að tryggja jafnræði og gagnsæi við vöruval og innkaup á áfengi í tollfrjálsri verslun. Í reglunum er heimilt að kveða á um gjaldtöku vegna kostnaðar sem leiðir af umsýslu við vöruval. Skal gjaldið eingöngu standa straum af þeim kostnaði sem til fellur vegna skráningar, könnunar og nauðsynlegra ráðstafana af hálfu tollfrjálsrar verslunar við að bjóða áfenga vöru til sölu. Ákvarðanir um val á vöru til sölu í tollfrjálsri verslun eru kæranlegar til ráðherra.

 

9. gr.

    Í stað orðanna „0401.2008 – – – Móðurmjólk fyrir hvítvoðunga“ í tollskrá í viðauka I við lögin kemur: 0401.2008 – – Móðurmjólk fyrir hvítvoðunga.

 

10. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2020.

 

Gjört á Bessastöðum, 22. júní 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 25. júní 2020