Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 902/2020

Nr. 902/2020 15. september 2020

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Ísafjarðarbæ.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkt eftirfar­andi deiliskipulagsáætlanir:

 

Breyting á deiliskipulagi. Suðurtangi, hafnar- og iðnaðarsvæði.
Breytingin felur í sér að lóðirnar við Æðartanga nr. 12-14 og 16 verði sameinaðar í eina lóð. Einn sameiginlegur byggingarreitur er á lóðunum þremur.

 

Breyting á deiliskipulagi. Tunguskeið.
Breytingin felur í sér að breyta 5 lóðum fyrir eitt raðhús í átta raðhúsalóðir fyrir tvö raðhús með 4 íbúðum í hvoru húsi, við Tungubraut. Nýtingarhlutfall verði frá 0,20–0,33. Fyrirhugað er að byggja tvö einnar hæðar raðhús á lóðunum með einhalla þaki.
Samhliða gildistöku deiliskipulagsbreytinga Tunguskeiðs fellur deiliskipulagið „Fjölgun lóða“, með síðari breytingum úr gildi.

 

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

 

Ísafirði, 15. september 2020.

 

Heiða Jack skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 16. september 2020