Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Leiðréttingar:
Leiðrétt skjal: A_nr_29_2020_leidrett.pdf
Leiðrétt 22. júlí 2020:
PDF-skjal: Aftan við lögin nr. 29/2020 eru ranglega 2.-9. bls. úr lögum nr. 25/2020.


Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 29/2020

Nr. 29/2020 31. mars 2020

LÖG
um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (afturköllun ákvörðunar).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir ákvæði 125. gr. er ráðuneytinu heimilt, að fenginni tillögu stjórnar til undirbúnings að stofnun nýs sveitarfélags vegna sameiningar sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogs­hrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar og samþykki viðkomandi sveitarstjórna, að afturkalla ákvörðun sína frá 14. febrúar 2020 um það með hvaða hætti sameining sveitarfélag­anna í eitt sveitarfélag öðlast gildi, sbr. 1. mgr. greinarinnar. Falla þar með allar tengdar ákvarðanir ráðuneytisins skv. 125. gr. úr gildi, svo sem um boðun sveitarstjórnarkosninga, þ.m.t. kosningar til heima­stjórna, hinn 18. apríl 2020.

    Ráðuneytið skal, að tillögu stjórnar til undirbúnings að stofnun hins nýja sveitarfélags, taka nýja ákvörðun um það með hvaða hætti sameining öðlast gildi.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og skal ákvörðun ráðuneytisins um afturköllun ákvörðunar skv. 1. gr. liggja fyrir innan þriggja daga frá gildistöku þeirra. Ákvörðun ráðuneytisins skal birt í B-deild Stjórnar­tíðinda.

 

Gjört á Bessastöðum, 31. mars 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Sigurður Ingi Jóhannsson.


A deild - Útgáfud.: 2. apríl 2020