Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 103/2020

Nr. 103/2020 22. janúar 2020

GJALDSKRÁ
fyrir sorphirðu og sorpförgun í Mýrdalshreppi.

1. gr.

Gjald fyrir sorphirðu (sorphreinsun og sorpförgun) í Mýrdalshreppi, sbr. samþykkt nr. 985/2001 um sorphirðu í Mýrdalshreppi, skal vera sem hér segir og innheimtast með fasteigna­gjöldum.

Sorpgjöld
  Sorphreinsun Förgun og endurvinnsla Samtals
Heimili
Íbúðir Kr. Kr. Kr.
Íbúðarhús 21.891  22.763  44.653
Sumarhús 10.940  11.382  22.322
Fyrirtæki
Flokkur 0 Lögbýli  25.852  25.852
Flokkur 1    56.875  56.875
Flokkur 2   150.050  150.050 
Flokkur 3   261.566  261.566 
Flokkur 4   357.811  357.811 
Flokkur 5   458.063  458.063 

Sorpgjald er lagt á hverja íbúð og hvert sumarhús í sveitarfélaginu. Hver íbúð á rétt á tveimur sorptunnum annarri fyrir óflokkað sorp en hinni fyrir endurvinnsluefni. Eftir 1. mars 2020 verða tvær tunnur fyrir endurvinnsluefni og ein fyrir óflokkað. Gámar fyrir bæði flokkað og óflokkað sorp eru staðsettir í námunda við sumarhúsabyggðir. Sveitarfélagið sér um sorphirðu frá íbúðum sumar­húsum skv. ákveðnu skipulagi. Sorpgjald er lagt á húsnæði fyrirtækja, geymslu- og verk­stæðis­húsnæði og er gjald fyrir sorphirðu og hreinsun innheimt eftir magni og er þá tekið mið af sorpmagni undangengins árs, þannig að flokkað er í 5 mismunandi flokka eftir sorpmagni. 

Kostnaði vegna gámavallar og endurvinnslu er jafnað á íbúðir, þó þannig að sumarhús greiða aðeins 50% af gjaldinu. Sumarhús eru hús sem standa á skipulögðum svæðum fyrir frístunda­byggð. Gjald sem lagt er á fyrirtæki vegna þjónustu gámavallar og endurvinnslu fer hækkandi eftir magni úrgangs frá fyrirtækjunum. Lægsta fyrirtækjagjald vegna gámavallar og endur­vinnslu er innheimt af bújörðum með búrekstur.

Hreinsunar- og urðunargjöldum er jafnað á íbúðarhús og sumarhús, en fyrirtæki greiða hreins­unar- og urðunargjald eftir fjölda sorpíláta og umfangi sorps.

 

2. gr.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Mýrdalshrepps og er hér með staðfest sam­kvæmt 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps 27. nóvember 2019. Jafnframt fellur fyrri gjald­skrá nr. 61/2019 fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Mýrdalshreppi úr gildi.

Gjöld þessi miðast við neysluverðsvísitölu í janúar 2020 og skulu uppfærð samkvæmt henni 1. janúar ár hvert, verði ekki annað ákveðið.

 

Mýrdalshreppi, 22. janúar 2020.

 

Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 12. febrúar 2020