Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 244/2019

Nr. 244/2019 6. mars 2019

AUGLÝSING
um afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogsbæjar á tillögu að breyttu deiliskipulagi.

Smárinn vestan Reykjanesbrautar. 201 Smári. Reitir A03 og A04. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, hefur bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkt þann 26. febrúar 2019 breytingu á deiliskipulagi fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar, hús A, B og C, á reitum A03 og A04 í 201 Smári. Í breytingunni felst:
Hús A. Fjöldi íbúða breytist úr 86 íbúðum í 73 íbúðir; inndregin þakhæð og horn fyrirhugaðrar byggingar í norðurenda hennar fer út fyrir byggingarreit; aðkoma að bílastæðum á landi verður um húsagötu í stað aðkomu með römpum um bílakjallara og fyrirkomulag bílastæða á lóð breytist. Sorp fyrir verslunarrými verður í lokuðum geymslum í kjallara og sorp fyrir íbúðir í djúpgámum á lóð.
Hús B. Fjöldi íbúða breytist úr 21 íbúð í 24 íbúðir og innkeyrsla í bílakjallara færist norðar (að fyrirhuguðu húsi á reit A). Sorp fyrir verslunarrými verður í lokuðum geymslum í kjallara og sorp fyrir íbúðir í djúpgámum á lóð.
Hús C. Fjöldi íbúða breytist úr 33 íbúðum í 45 íbúðir. Byggingarreitur fyrirhugaðs húss C er lengdur og slitinn frá fyrirhugðu húsi D fyrir gönguleið milli garðsvæðis og verslunargötu og bílakjallari breytist þannig að hann nær niður á kjallarahæð hússins. Sorp fyrir verslunarrými verður í lokuðum geymslum í kjallara og sorp fyrir íbúðir í djúpgámum á lóð.
Málsmeðferð var skv. 3. mgr. 44. gr. ofangreindra laga.
Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.

Kópavogi, 6. mars 2019.

Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri.


B deild - Útgáfud.: 11. mars 2019