Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 139/2019

Nr. 139/2019 7. febrúar 2019

AUGLÝSING
um deiliskipulag, Sæborg í Aðalvík, Ísafjarðarbæ.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

Nýtt deiliskipulag. Sæborg, Aðalvík.
Deiliskipulagið felur í sér að nú er gert ráð fyrir nýju frístundahúsi á lóð nr. 3 til viðbótar þeim tveim sem fyrir eru. Deiliskipulagið byggir á aðalskipulagsbreytingu sem tók gildi 9. apríl 2018 á svæði F41 í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, þar sem er heimild fyrir 3 nýjum frístundahúsum til viðbótar við þau 12 sem nú eru á svæðinu. Umrætt frístundahús er eitt af þeim.

Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

Ísafirði, 7. febrúar 2019.

Axel Rodriguez Överby skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 8. febrúar 2019