Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1742/2021

Nr. 1742/2021 29. desember 2021

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Flóahreppi.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Flóahrepps samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir:

 

Deiliskipulag, Vatnsholt 2, L166398, Hrútholt.
Deiliskipulagið felur í sér að skilgreindar eru lóðir og byggingarheimildir fyrir uppbyggingu á 12 íbúðarhúsalóðum, sem hver um sig er 10.000 m² að stærð. Á þeim er heimilt að byggja íbúðarhús og útihús, geymslu/bílageymslu. Nýtingarhlutfall lóðar er skilgreint allt að 0,05.
Samþykkt í sveitarstjórn 9. nóvember 2021.

 

Deiliskipulagsbreyting, Krækishólar, lóð L166421.
Gildandi deiliskipulag nær til 1. áfanga, eða austasta hluta spildunnar, þar sem eru 5 lóðir. Í breytingunni felst að deiliskipulagsreiturinn nær nú til allrar spildunnar, 1. og 2. áfanga og lóðum fjölgar. Við bætast 8 lóðir og verða frístundalóðir á spildunni því 13 talsins.
Samþykkt í sveitarstjórn 8. júní 2021.

 

Deiliskipulag, Vælugerðiskot, L166404 og Þingdalur, land L209949.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss, gestahúss, reiðskemmu og véla­skemmu.
Samþykkt í sveitarstjórn 5. október 2021.

 

Deiliskipulag, Urriðafoss, L166392.
Um er að ræða deiliskipulag námu í landi Urriðafoss merkt E7 á aðalskipulagi. Í deiliskipulag­inu felst skilgreining á efnistökusvæði, áfangaskiptingu, vinnslu og frágangi innan svæðisins.
Samþykkt í sveitarstjórn 10. ágúst 2021.

 

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

 

Laugarvatni, 29. desember 2021.

Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs.,

Vigfús Þór Hróbjartsson.


B deild - Útgáfud.: 14. janúar 2022