Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
1139/2021

Nr. 1139/2021 24. september 2021

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Eyjafjarðarsveit.

Grásteinn, deiliskipulagsbreyting.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 28. maí 2020 að vísa tillögu að breyt­ingu á deiliskipulagi íbúðarlóðarinnar Grásteins í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulags­laga nr. 123/2010. Ekki bárust athugasemdir á grenndarkynningartímabilinu og telst skipulags­breytingin því samþykkt. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að heimilt verður að byggja 80 fm gesta­hús vestan við íbúðarhús á lóðinni.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deili­skipulagið öðlast þegar gildi.

 

Eyjafjarðarsveit, 24. september 2021.

 

Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 8. október 2021