Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1441/2020

Nr. 1441/2020 22. desember 2020

GJALDSKRÁ
vegna gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja.

1. gr.

Gildissvið.

Gjaldskrá þessi gildir um innheimtu þjónustugjalda sem standa skulu undir kostnaði við gæða­eftirlit endurskoðendaráðs með störfum endurskoðenda sem mælt er fyrir um í 40. gr. laga nr. 94/2019, um endurskoðendur og endurskoðun, sbr. 23. gr. reglna nr. 1091/2020, um framkvæmd gæða­eftirlits með störfum endurskoðenda.

 

2. gr.

Kostnaður og tímagjald.

Undir þjónustugjald vegna gæðaeftirlits fellur kostnaður vegna:

  1. skipulagningar og utanumhalds,
  2. útsendingar bréfa og gagna,
  3. vinnslu gagna,
  4. vettvangseftirlits á starfsstöð endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis,
  5. skýrslugerðar,
  6. endurtekins gæðaeftirlits,
  7. fundarsetu.

Innheimta skal tímagjald vegna þátta skv. liðum a-g 1. mgr. sem nauðsynlegir eru vegna gæða­eftirlitsins. Fjárhæð gjaldsins fyrir hverja unna klukkustund skal vera kr. 22.500.

Fjárhæðir skv. 2. mgr. innifela ekki virðisaukaskatt.

Fjárhæðir samkvæmt 2. mgr. skulu breytast þann 1. janúar ár hvert, í fyrsta sinn 1. janúar 2022, í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs. Grunnvísitala er 489,3 stig (vísitala nóvember­mánaðar 2020).

 

3. gr.

Ferðakostnaður.

Innheimta skal gjöld vegna kostnaðar sem hlýst af greiðslum fyrir akstur og dagpeninga til þeirra sem framkvæma gæðaeftirlit skv. 2. gr. Fjárhæð gjalda skal vera í samræmi við reglur ferða­kostnaðarnefndar fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem í gildi eru á hverjum tíma.

 

4. gr.

Innheimta.

Endurskoðendaráð annast innheimtu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari og renna þau óskipt til ráðsins. Gjöldin skulu greidd samkvæmt reikningi sem gefinn skal út eftir að gæðaeftirlit fer fram. Gjalddagi er við útgáfu reiknings og eindagi 15 dögum síðar. Sé gjald greitt eftir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga í samræmi við lög um vexti og verðtryggingu. Innheimta má gjöld sam­kvæmt gjaldskrá þessari með fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar, sbr. 5. mgr. 40. gr. laga nr. 94/2019, um endurskoðendur og endurskoðun.

 

5. gr.

Gildistaka og lagaheimild.

Gjaldskrá þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 40. gr. laga nr. 94/2019, um endur­skoðendur og endurskoðun, tekur þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. desember 2020.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Hreinn Hrafnkelsson.


B deild - Útgáfud.: 30. desember 2020