Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 126/2019

Nr. 126/2019 23. janúar 2019

AUGLÝSING
um breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna efnistökusvæða.

Skipulagsstofnun staðfesti 23. janúar 2019 breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 13. desember 2018.
Í breytingunni felst skilgreining fjögurra nýrra efnistökusvæða; norðan við Hólssel, Norðmelur, vestari Tjaldstæðisháls og Kjalarásnáma. Um er að ræða allt að 25.000 m³ efnis á hverjum stað og verður efnið nýtt í viðhald á vegum í nágrenni þeirra.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsstofnun, 23. janúar 2019.

F.h. forstjóra,

Hafdís Hafliðadóttir.

Ottó Björgvin Óskarsson.


B deild - Útgáfud.: 6. febrúar 2019