1. gr. Við 1. mgr. 4. gr. bætist nýr töluliður svohljóðandi: Miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga, sem varðveittar eru hjá stjórnvöldum, í þágu rannsókna. Hið sama á við ef miðlun felur í sér sérstaka hættu á að farið verði í bága við réttindi og frelsi skráðra aðila. Persónuvernd getur ákveðið að leyfisskylda stjórnvalds falli brott þegar settar hafa verið almennar reglur og öryggisstaðlar sem fylgja skal við slíka miðlun.
2. gr. Gildistaka o.fl. Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 33. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, öðlast þegar gildi. Persónuvernd, 28. maí 2013. Björg Thorarensen. Hörður Helgi Helgason. |