Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 713/2019

Nr. 713/2019 19. júlí 2019

AUGLÝSING
um breytingu á reglum nr. 1026/2010 um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg.

1. gr.

Svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða bætist við reglur um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg á eftir gildistökuákvæði reglnanna í 37. gr.:

Ákvæði til bráðabirgða.

Þeir einstaklingar sem taka þátt í tilraunaverkefninu IPS (Individual Placement Support) eiga rétt á undanþágu frá  ákvæði 1. mgr. 12. gr. hvað varðar frádrátt tekna við ákvörðun um upphæð fjárhagsaðstoðar. Heimilt verður að veita undanþágu vegna atvinnutekna sem nema allt að 50.000 kr. á mánuði. Tilraunatímabilið mun standa frá 1. júlí 2019 til 31. desember 2019.

2. gr.

Breytingar þessar, sem samþykktar voru á fundi velferðarráðs 19. júní 2019 og á fundi borgarráðs 18. júlí 2019, eru byggðar á 21. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum, og taka gildi við birtingu. 

Borgarstjórinn í Reykjavík, 19. júlí 2019. 

Dagur B. Eggertsson.


B deild - Útgáfud.: 6. ágúst 2019