Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 139/2021

Nr. 139/2021 30. desember 2021

LÖG
um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (bifreiðagjald, olíu- og kílómetragjald, vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

I. KAFLI

Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „við skráningu“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 15 dögum eftir nýskráningu.
 2. 5. mgr. orðast svo:
      Við eigendaskipti að bifreið skal endurgreiða bifreiðagjald í hlutfalli við þann tíma sem eftir er af gjaldtímabili sem er að líða þegar eigendaskipti eru skráð í ökutækjaskrá. Gjald­skylda flyst jafnframt frá þeim tíma yfir á kaupanda vegna þess sem eftir er af gjald­tímabil­inu, með eindaga 15 dögum síðar.
 3. Í stað orðanna „við afhendingu skráningarmerkis“ í 2. málsl. 7. mgr. kemur: 15 dögum eftir skráningu.

 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:

 1. Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr.:
  1. Orðin „taka af henni skráningarmerki og afhenda þau lögreglustjóra“ í 3. málsl. falla brott.
  2. Lokamálsliður fellur brott.
 2. Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr.:
  1. Orðin „svo sem að framan segir“ falla brott.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lögreglustjóri skal ekki afhenda þau aftur fyrr en færðar hafa verið sönnur á greiðslu bifreiðagjalds.
 3. 4. og 5. mgr. falla brott.

 

II. KAFLI

Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004.

3. gr.

    Í stað orðsins „póstlagningu“ í 2. málsl. 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: dagsetningu.

 

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:

 1. Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr.:
  1. Á eftir orðunum „koma með ökutæki til álestraraðila“ í 2. málsl. kemur: sem er fag­gilt skoðunarstöð, tollyfirvöld við innflutning og útflutning eða eftir atvikum Vega­gerðin.
  2. Á eftir 2. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisskattstjóra er heimilt að ákveða að álestur af ökumæli gjaldskylds ökutækis geti jafnframt farið fram rafrænt og skal þá faggilt skoðunarstöð yfirfara og senda ríkisskattstjóra skráningu álestrar við næstu aðalskoðun ökutækis.
 2. Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr.:
  1. Á eftir orðunum „lætur ekki lesa af ökumæli þess“ í 1. málsl. kemur: eða álestur er ekki skráður rafrænt.
  2. Á eftir orðinu „álestrar“ í 4. málsl. kemur: eða geri grein fyrir álestri með rafrænum hætti.
 3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
      Ef komið er með ökutæki til álestrar eða álestur skráður rafrænt eftir að álestrartímabili, sbr. 1. mgr., er lokið skal kílómetragjald og sérstakt kílómetragjald ákvarðað með útreikn­ingi á meðaltali ekinna kílómetra á dag á tímabilinu á milli álestra. Þá skal gjald inn­heimt eftir meðaltalsakstri eftir 1. janúar vegna álestrartímabils sem stendur frá 1. til 15. des­ember árið áður og eftir 1. júlí vegna álestrartímabils sem stendur frá 1. til 15. júní sama ár.

 

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 17. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „því að hún var tilkynnt“ í 1. málsl. kemur: dagsetningu tilkynningar.
 2. Í stað orðsins „póstlagningu“ í 2. málsl. kemur: dagsetningu.

 

6. gr.

    Orðin „og tilkynna lögreglu um það þegar í stað“ í 2. málsl. 1. mgr. 21. gr. laganna falla brott.

 

III. KAFLI

Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.

7. gr.

    Orðin „og tollyfirvöldum þegar tilkynnt um það“ í 2. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna falla brott.

 

8. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 30. desember 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 10. janúar 2022