Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 707/2019

Nr. 707/2019 15. júlí 2019

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Rangárþingi eystra.

Skarðshlíð, deiliskipulagsbreyting.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 9. maí 2019 óverulega breytingu á deili­skipulagi fyrir Skarðshlíð. Skipulagsbreytingin tekur til svæðis innan jarðarinnar, þar sem að bygg­ingarreiturinn S3 er stækkaður til vesturs. Fjöldi húsa og byggingarskilmálar breytast ekki og gilda skilmálar eldra deiliskipulags með síðari breytingum. Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin öðlast þegar gildi.

Hellishólar, deiliskipulagsbreyting.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 9. maí 2019 breytingu á deiliskipulagi fyrir Hellishóla. Deiliskipulagsbreytingin tekur til svæðis innan jarðarinnar, þar sem að núverandi frístunda­húsalóðum er breytt í íbúðarhúsalóðir. Einungis er um breytingu á landnotkun að ræða og halda því aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags. Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin öðlast þegar gildi.

Hvolsvelli, 15. júlí 2019.

F.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra,

Guðmundur Úlfar Gíslason, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 29. júlí 2019