Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 33/2018

Nr. 33/2018 8. maí 2018

LÖG
um breytingu á lögum um matvæli, lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu (eftirlit, upplýsingagjöf).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI

Breyting á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:

 1. Við 6. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að draga úr tíðni eftirlits hjá matvæla­fyrirtæki sem hefur vottun frá faggiltum aðila um að innra eftirlit fyrirtækisins uppfylli kröfur laga og reglna.
 2. Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
      Eftirlitsaðilar skulu flokka fyrirtæki eftir frammistöðu þeirra samkvæmt niðurstöðum úr eftirliti. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um slíka flokkun.
 3. Á eftir 2. málsl. 8. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Matvælastofnun og heilbrigðis­nefndir sveitarfélaga skulu halda sameiginlega fundi reglulega og eigi sjaldnar en tvisvar á ári.
 4. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
      Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga skulu skrá og birta upplýsingar um matvælaeftirlit með sama hætti og Matvælastofnun gerir á grundvelli þessara laga og reglugerða um þau efni sem settar eru samkvæmt lögunum.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. a laganna:

 1. 3. mgr. orðast svo:
      Birta skal opinberlega upplýsingar um flokkun fyrirtækja eftir frammistöðu þeirra sam­kvæmt matvælaeftirliti, sbr. 7. mgr. 22. gr. Heimilt er einnig að ákveða birtingu á eftirlits­skýrslum sem flokkunin byggist á. Ráðherra ákveður með reglugerð með hvaða hætti frammi­stöðu­flokkun er birt. Hann getur ákveðið að birta flokkunina í heild en einnig að birta aðeins lista yfir fyrirtæki sem flokkast í tiltekinn flokk eða flokka. Einnig skal kveðið á um í reglugerð hvort birta skuli eftirlitsskýrslurnar. Þá skal ráðherra setja með reglugerð reglur um birtingu niðurstaðna almenns matvælaeftirlits eða upplýsinga sem falla undir 18. gr. a. Ráðherra getur m.a. ákveðið í reglugerðinni að kæra fresti ekki réttaráhrifum opinberrar birtingar og jafnframt ákveðið að vissar upplýsingar skuli ekki birtar. Slíkar reglur skulu kveða á um framsetningu og inntak birtingarinnar, m.a. að birtingin sé rafræn og á hvaða tímamarki skuli birta slíkar upplýsingar.
 2. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
      Eftirlitsaðilar skulu greina opinberlega frá ákvörðunum sem fela í sér:
  1. stöðvun eða verulega takmörkun á starfsemi matvælafyrirtækis,
  2. sölustöðvun og innköllun á vörum sem teljast ekki öruggar til neyslu,
  3. áminningu og álagningu dagsekta.

II. KAFLI

Breyting á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr,
nr. 66/1998, með síðari breytingum
.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:

 1. Orðin „héraðsdýralækna, sérgreinadýralækna“ í a-lið 2. mgr. falla brott.
 2. 1. málsl. e-liðar 2. mgr. orðast svo: skipulagningu, gagnaöflun, sýnatökur, rannsóknir, skýrslu­gerð og aðrar aðgerðir varðandi dýrasjúkdóma, heilbrigðisskoðun sláturafurða og heil­brigðis­eftirlit með framleiðslu mjólkur.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:

 1. 1. mgr. fellur brott.
 2. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, sem verður 1. málsl., svohljóðandi: Héraðsdýralæknar starfa á umdæmisstofum Matvælastofnunar.
 3. Í stað orðsins „umdæmisskrifstofu“ í 2. mgr. kemur: umdæmisstofu.
 4. Í stað orðsins „umdæmisskrifstofur“ í 3. mgr. kemur: umdæmisstofur.

5. gr.

    Fyrirsögn IV. kafla laganna verður: Héraðsdýralæknar.

III. KAFLI

Breyting á lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu,
nr. 162/1994, með síðari breytingum
.

6. gr.

    Í stað 1. mgr. 3. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Matvælastofnun fer með stjórnsýslu og opinbert eftirlit samkvæmt lögum þessum.

    Matvælastofnun er heimilt að fela öðrum stofnunum, sjálfstæðum stofum eða einstaklingum að annast tiltekin verkefni sem eru á verksviði Matvælastofnunar samkvæmt lögum þessum að því til­skildu að þau hafi viðeigandi faggildingu. Ráðherra skal mæla nánar fyrir um skilyrði framsals með reglugerð.

7. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019 nema a-liður 2. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2021.

Gjört á Bessastöðum, 8. maí 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Kristján Þór Júlíusson.


A deild - Útgáfud.: 16. maí 2018