Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 134/2018

Nr. 134/2018 18. desember 2018

LÖG
um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki (skattfrádráttur vegna hlutabréfakaupa, skattfrádráttur nýsköpunarfyrirtækja).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI

Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „og 2019“ og „og 2018“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 2019, 2020, 2021 og 2022; og: 2018, 2019, 2020 og 2021.
  2. Orðin „og þremur árum eftir“ í 6. tölul. 2. mgr. falla brott.
  3. B-liður 6. tölul. 2. mgr. fellur brott.
  4. Orðin „og árlega eftir það“ í 1. málsl. 12. tölul. 3. mgr. falla brott.
  5. 2. málsl. 5. mgr. fellur brott.

II. KAFLI

Breyting á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki,
nr. 152/2009, með síðari breytingum
.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:

  1. Í stað „300.000.000 kr.“ í 2. málsl. kemur: 600.000.000 kr.
  2. Í stað „450.000.000 kr.“ í 3. málsl. kemur: 900.000.000 kr.

3. gr.

    2. mgr. 17. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019 og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2020 vegna fjárfestinga á árinu 2019.

Gjört í Reykjavik, 18. desember 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 27. desember 2018