Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 8/2020

Nr. 8/2020 26. febrúar 2020

LÖG
um breytingu á lögum um breytingu á lögum um neytendalán og lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 163/2019.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Við lokamálslið 3. gr. laganna bætist: eða samþykktur af neytanda sem hefur verið auðkenndur rafrænt gagnvart viðskiptakerfi lánveitanda.

 

2. gr.

    Í stað orðanna „eru jafnframt fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu laga um fjármála­fyrirtæki“ í 1. mgr. a-liðar 6. gr. laganna kemur: hafa jafnframt heimild til lánveitinga til neytenda samkvæmt sérlögum og eru eftirlitsskyldir aðilar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjár­mála­starfsemi.

 

3. gr.    

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:

  1. Orðin „3. gr. og“ í 2. mgr. falla brott.
  2. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
        Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast 3. gr. gildi 1. júní 2020.

 

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 26. febrúar 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.


A deild - Útgáfud.: 28. febrúar 2020